12.13—12.15.2018

Sýningar

Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir, Freyja Eilíf, Heiðrún Viktorsdóttir, Sigthora Odins

Rúmelsi #3: STREYMI

Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir, Freyja Eilíf, Heiðrún Viktorsdóttir, Sigthora Odins verða með opnun á STREYMI í Nýlistasafninu, föstudaginn 14. desember 20:00 – 22:00.

Sýningin er þriðji partur af sýningaröð safnsins „Rúmelsi“ þar sem áhersla er lögð á frumkvæði listamanna og er Streymi sýningarviðburður Ekkisens í sýningaröðinni. Opið verður þessa einu helgi, laugardag og sunnudag 12:00 – 18:00. Gerningar á opnun og léttar veigar!