5.14—6.13.2015

Sýningar

Kristín Helga Káradóttir

Spring task

Eftir illviðrasaman vetur opnar Kristín Helga Káradóttir einkasýninguna Vorverk í verkefnarými Nýlistasafnsins við Völvufell í Breiðholti fimmtudaginn 14. maí frá klukkan 18:00 – 20:00. Sýningin Vorverk er sú síðasta í sýningaröðinni Hringhiminn og er hluti af dagskrá 29. Listahátíðar í Reykjavík 2015.

Ágrip

Kristín Helga Káradóttir nam myndlist við Listaháskóla Íslands, lauk þaðan BA gráðu árið 2004 og MA gráðu árið 2014. Á námsárunum fór hún í skiptinám í Listakademíuna í Kaupmannahöfn og á Fjóni. Kristín Helga á að baki sýningarhald og vinnustofudvalir innan- sem utanlands. Verk hennar hafa ferðast víða um heiminn á sýningar og myndbandahátíðir.


Sýningarstjóri

Eva Ísleifsdóttir