5.30—6.12.2014

Sýningar

Samsýning

S7 – Suðurgata >> Árbær (ekki á leið)

S7 – Suðurgata >> Árbær (ekki á leið) er sýning og útgáfa sem sækir innblástur í starfsemi sem átti sér stað í galleríi við Suðurgötu 7 í miðbæ Reykjavíkur á árunum 1977 til 1982. Starfseminni var haldið úti af ungu listafólki sem stóð að afkastamikilli og þverfaglegri menningar-starfsemi; myndlistarsýningum, uppákomum, málþingum, kvimyndasýningum og tónleikum auk þess sem gefið var út tímaritið Svart á Hvítu. Verkefnið er tilraun til þess að gera starfseminni skil, en jafnframt viðleitni til að horfa á hana í sögulegu samhengi samtímalistar og byggja þannig upp nýja frásögn.


Sýningarstjóri

Unnar Örn, Gunnhildur Hauksdóttir