4.8—4.17.2016

Sýningar

Samsýning

Being Boring

Being Boring er sýning um leiða; tilfinningalegt ástand sem er svo kunnuglegt og virðist svo lítils virði að okkur hættir til að líta fram hjá því án frekari umhugsunar. Sýningin er í umsjón sýningarstjóranna Gemma Lloyd og Gareth Bell-Jones sem hafa sameinað listamenn sem rannsaka þetta flókna tilfinningalega ástand og kanna ólíkar nálganir og viðbrögð við leiða.

Listamennirnir á sýningunni eru;
John Baldessari, Phil Coy, Lucy Clout, Emma Hart, William Hunt, Sam Porritt og Peter Wächtler.

Ágrip

Gemma Lloyd (f. 1981 í Ipswich, Bretlandi) er sýningastjóri, búsett í London. Síðastliðinn áratug hefur hún unnið að sýningagerð og við útgáfu og skipulag listamannaheimsókna og opinberra viðburða. Hún var áður aðstoðarframkvæmdastjóri PEER í London. Meðal verkefna hennar nú er undirbúningur sýningar fyrir Thames Tideway Tunnel, sýningar undir yfirskriftinni The Sea fyrir Ferens Art Gallery í Hull 2017, gagnasöfun fyrir bresku listamennina Alison Wilding og Tess Jaray og enskur prófarkalestur fyrir miðstöð samtímalistar í Vilinius.

Sýningin Being Boring í Núllinu er fyrsti hluti viðamikils sýningaverkefnsins; viðburða, texta, sýninga og hugleiðinga sýningarstjóranna Gareth Bell-Jones og Gemmu Lloyd, þar sem þau rannsaka hið velþekkta en þó vanmetna fyrirbæri leiða.

John Baldessari (f. 1931 í National City í Kaliforníu) býr og starfar í Santa Monica í Kaliforníu. Verk hans hafa verið sýnd á yfir 200 einkasýningum og 1000 samsýningum í Bandaríkjunum og í Evrópu. Meðal verka hans eru bækur, myndbönd, kvikmyndir, skilti og opinber listaverk. Baldessari telst meðal upphafsmanna konseptlistarinnar og er þekktur fyrir áhrif sín á yngri listamenn sem hann hefur kennt við California Institute of the Arts og UCLA. baldessari.net mariangoodman.com spruethmagers.com

Lucy Clout (f. 1980 í Leeds í Bretlandi) býr og starfar í London. Sýning á verkum hennar undir yfirskriftinni Warm Bath hefur m.a. verið sett upp í Limoncello í London; Galleri Box í Gautaborg; Jerwood Space, London og CCA í Glasgow. Í verkum sínum beinir hún sjónum sínum að upplifun áhorfandans með áherslu á samskiptaleiðir milli flytjenda og áhorfenda í smáu sem stóru samhengi. limoncellogallery.co.uk

Phil Coy (f. 1971 í Gloucester, Bretlandi) býr og starfar í London. Sýning með verkum hans, undir yfirskriftinni The Green Ray, var nýlega opnuð í Wilkinson Gallery, London, auk þess sem verkið Cally Colour Chart var sett upp til frambúðar við Caledonian Road í London. Í verkum sínum notar Coy ólíka miðla til þess að blanda róttækum hugtökum frá miðri 20. öldinni við tungumál og arkitektúr nútímans og menningu alþjóðaviðskipta. philcoy.info

Emma Hart (f. 1974 í London) býr og starfar í London. Hún hlaut nýverið Max Mara Art Prize for Women. Verðlaunin eru veitt í samstarfi við Whitechapel Gallery í London, þar sem verk hennar verða sýnd á næsta ári, auk Collezione Maramotti á Ítalíu. Árið 2015 hlaut hún Paul Hamlyn Foundation verðlaunin fyrir myndlist. Samkvæmt Hart ,,býður keramík upp á leið til að ,,spilla” og ,,óhreinka” myndir og kreista úr þeim meira líf.” emmahart.info

William Hunt (f.1977 í London) býr og starfar í Düsseldorf. Sjálfur kynnir hann sig sem sambland af hetjulegri aðalpersónu og heimskulegu hrekkjusvíni. Með sýningum, kvikmyndum og ljósmyndum sínum dregur hann áhorfendur inn í spennuþrungnið ástand líkamlegrar áreynslu og vélrænnar nákvæmni sem kallar fram gríðarlegan tilfinningaskala; allt frá sjúklegri sælu og sársaukafullum húmor til depurðar og ljóðrænu. Nýlega hafa verk Hunt m.a. verið sýnd í Gallery Lejeune, London, (2016); Crawford Art Gallery, Cork; Kunstmuseum Stuttgart; Ibid Projects, Los Angeles og Rotwand, Zurich (2015). Ibidgallery.com rotwandgallery.com petrarinckgalerie.de

Sam Porritt (f. 1979 í London) býr og starfar í Zurich. Hann grefur djúpt í enska tungu eftir tvíræðni í merkingu og til þess að sjóða saman flóknar tilvísanir. Með titlunum á teikningum og skúlptúrum færir hann verkunum annað eða umbreytt líf. Meðal nýlegra einkasýninga Porritt eru Falling Gets Me Down í Naming Rights, London (2015) og The More You Look, The More You Look í 100 Plus, Zürich. Auk þess er hann einn listamanna í samsýningunni L’Hospice des Mille-Cuisses í Centre d’ Art Neuchatel í Sviss. samporritt.com

Peter Wächtler (f. 1979 í Hanover, Þýskalandi) býr og starfar í Brussel. Fyrsta einkasýning hans í Bandaríkunum, Secrets of a Trumpet, var opnuð í Renaissance Society í Chicago fyrr á þessu ári og framundan eru sýningar í Chisenhale Gallery, London og Kiosk, Ghent (2016). Kvikmyndir, textar, skúlptúrar og teikningar Wächtler eru margbrotnar samsetningar sem draga fram hverfulleika tilverunnar. Verkin hafa viðkvæmnislegan og þungan undirtón með tilvísunum í spennusögur og lélegar kvikmyndir, harmrænu og svarta rómantík. dependance.be


Sýningarstjóri

Gareth Bell-Jones, Gemma Lloyd