6.14—7.14.2014

Sýningar

Amy Howden-Chapman

Sad Problems

Verið velkomin á opnun sýningar Amy Howden-Chapman, Sad Problem 16: Eating Oysters, laugardaginn 14. júní kl 17:00 í innra rými Kunstschlager, Rauðarárstíg 1.

Verkið er hluti af stærra sýningarverkefni, Sad Problems, þar sem Howden-Chapman skoðar staðbundin náttúruverndarmótmæli.

Verkefnið er á vegum Nýlistasafnsins í samstarfi við Kunstschlager.

Ágrip

Amy Howden-Chapman er myndlistarmaður og rithöfundur og fædd á Nýja-Sjálandi en býr og starfar í Los Angeles. Í verkum sínum notar hún tungumál, hreyfingu og inngrip í almenningsrými til þess að kanna breytingar í menningu, umhverfi og pólitík. Hún vinnur með gjörningaformið, vídeó og prentað efni.

Howden-Chapman er einn af stofnendum TheDistancePlan.org, samtökum sem vinna að því að vekja umræður innan listgreina um loftslagsbreytingar.