3.18—5.20.2017

Sýningar

Ólafur Lárusson

Rolling Line

Nýlistasafnið býður ykkur innilega velkomin á opnun Rolling Line, sýningu sem spannar rúman áratug af verkum og listheimildum eftir myndlistarmanninn Ólaf Lárusson (1951 – 2014).

Sýningin opnar laugardaginn 18. mars milli klukkan 14 – 18 og mun jafnframt vígja nýtt rými Nýlistasafnsins við höfnina, í Marshallhúsinu að Grandagarði 20, 101 Reykjavík.

Sýningin Rolling Line spannar rúman áratug af verkum og listheimildum eftir myndlistarmanninn Ólaf Lárusson (1951 – 2014). Ólafur var afkastamikill listamaður og tók virkan þátt í að móta áherslur innan myndlistarsenunnar á Íslandi sem stóð á ákveðnum tímamótum um miðjan 8. áratuginn.


Sýningarstjóri

Þorgerður Ólafsdóttir, Becky Forsythe