9.9—12.10.2016
Maja Bekan, Gunndísi Ýr Finnbogadóttur
Reasons to Perform: Always, Always, Always: Look for the Answer

Nýlistasafnið býður ykkur á opnun sýningarinnar Reasons to Perform: Always, Always, Always: Look for the Answer, 2016. með nýjum verkum eftir Maja Bekan og Gunndísi Ýr Finnbogadóttur.
Opnun sýningarinnar er laugardaginn 10. september kl. 15:00 í Völvufelli 13 – 21, Reykjavík.
Reasons to Perform mun standa yfir til 10. desember 2016.
Ágrip
Verk þeirra eiga það til að vera mjög persónuleg og skapa einhvers konar hugarflug sem oft fer fram í gegnum tölvupóst, löng Skype samtöl, verkefni fyrir hvor aðra að leysa, (ímyndaðar) sameiginlegar kaffipásur ofl. Oft eru verk þeirra svar /viðbragð við (sýningar)boði og skoða hugmyndir um (skort á) tíma og eignarhaldi ((mis)notkun á frí- og persónulegum) tíma.
Fyrri verkefni Gunndísar og Maju eru meðal annarra verkið What if… sem gert var fyrirsýninguna Winterstudio/Hansplassen í Kunstmuseet Kube í Noregi, framlagið What if we started making less and reusing more? til útgáfunnar Archive on The Run, sem gefin var út af Nýlistasafninu, viðburðurinn Choose Happiness, Humor, Enthusiasm, Gratitude, Kindness, and a Positive Outlook í Van Abbemuseum og gjörningurinn Finding Your Own North Star: How to Claim the Life You Were Meant to Live í Hommes galleríinu, Rotterdam.
Á síðasta ári hafa þær saman:
Lesið 943 blaðsíður hvor, sömu blaðsíðurnar báðar.
Talað um 18 sýningar og listamennina sem gerðu þær.
Blaðað í gegnum 21 bók og nokkur glanstímarit.
Sent 77 ljósmyndir til hvor annarar.
Horft á 10 myndbönd.
Borðað 13 súkkulaðistykki, hvor.
Farið í eina ferð saman og tvær bátsferðir.
Hafa drukkið tvo sterka drykki, hvor (til að skála) og eytt mörgum klukkustundum á netinu.