1.10—2.10.2015

Sýningar

Örn Alexander Ámundason

Hópsýning

Nýlistasafnið býður ykkur hjartanlega velkomin á sýninguna HÓPSÝNING eftir myndlistamanninn Örn Alexander Ámundason.

Ég vildi ekki halda þessa sýningu. Aðstandendur Nýló ýttu mér út í þetta. Þau hafa hins vegar ekki staðið við bakið á mér og fylgst með ferlinu. Það væri jafnvel hægt að segja að þau hafi staðið í vegi fyrir ýmsum verkefnum sem tengjast sýningunni og lagt stein í götu mína. Ég mætti skilningsleysi og höfnun frá þeim. Þess vegna er hægt að segja að þetta sé sýningin sem enginn elskar. Annað sem ég vil koma á framfæri er að ég hefði viljað hafa meiri tíma til að setja upp sýninguna og vinna að henni.

Ágrip

Örn Alexander Ámundason útskrifaðist frá Listaháskólanum í Malmö árið 2011. Á síðustu árum hefur Örn sýnt meðal annars í Listasafninu á Akureyri, Lunds Konsthall, Galleri F15, Röda Sten Konsthall, Tidens Krav, Suðsuðvestur, Sogn- og Fjordane Kunstmuseum, The Armory Show og Brandenburgischer Kunstverein.

Hann hefur einnig flutt gjörninga í Nýlistasafninu, Sequences 2011, ACTS International Festival for Performative Art, Samtalekøkken, Nikolaj Kunsthal, Landmark (Bergen) og Göteborg International Biennal for Contemporary Art.

Framundan hjá Erni eru sýningar í Trondheim Kunstmuseum, Platform Arts Belfast, Kunstmuseum Lichtenstein, SØ Copenhagen og Verksmiðjunni á Hjalteyri.