1.9—2.22.2020

Sýningar

Douwe Jan Bakker, G.Erla – Guðrún Erla Geirsdóttir, Mihael Milunović, Rúrí

Nokkur uppáhalds verk

Safnkostur Nýlistasafnsins er fyrir löngu orðinn goðsagnakenndur. Það fer eftir því hvern þú spyrð hvort í safneigninni megi helst finna perlur íslenskrar samtímalistar, skömmustuleg bernskubrek ástsælustu samtímalistamanna þjóðarinnar eða plássfrek og misgóð verk sem listamenn hirtu ekki um að sækja að sýningum loknum. En hverjum þykir sinn fugl fagur og Nýló stendur vörð um og miðlar þessum menningararfi, hvað svo sem öðrum finnst.


Sýningarstjóri

Birkir Karlsson