3.13—4.25.2021

Sýningar

Katie Paterson

Jörðin geymir marga lykla

Katie Paterson, Light bulb to Simulate Moonlight, 2008. Ljósmynd/Photo © John McKenzie 2011. Birt með leyfi Courtesy of Ingleby Gallery

Verk Katie Paterson eru mikilfengleg, bæði að umfangi og hugmyndafræði. Þau fanga víðáttur himingeimsins og mannshugans, hafa yfir sér ljóðrænt ívaf hversdagsleikans, eru full leikgleði, ögra og hrífa í senn.

Ágrip

Katie Paterson (f. 1981, Skotlandi) er ein af eftirtektarverðustu listamönnum sinnar kynslóðar. Í samstarfi við vísinda- og fræðimenn um allan heim íhugar Paterson veru mannkynsins á Jörðinni í samhengi við jarðfræðilegan tíma og breytingar á alheiminum. Paterson notast við háþróaða tækni í verkum sínum til að byggja ljóðrænar og heimspekilegar brýr milli fólks og náttúrunnar. Paterson hefur sýnt víða, frá London til New York, Berlínar til Seúl og verk hennar hafa átt þátt í stórum sýningum í Hayward Gallery, Tate Britain, Kunsthalle í Vín, MCA Sydney, Guggenheim í New York, National Gallery á Skotlandi og Modern Art í Edinborg. Paterson var handhafi South Bank myndlistaverðlaunanna árið 2014 og er heiðursfélagi Edinborgarháskóla.