8.15—9.28.2019

Sýningar

Karl Ómarsson

Ómar af kynngimagnaðri fjarveru

Hlutirnir sem blasa við virðast ekki vera neitt. Bara klessur eða blettir. Samhengislausir textar, brot eða leifar af óljósum minningum. Eitthvað sem fingurgómarnir hafa komist í snertingu við áður, handleikið og skoðað en virðast ekki eiga sér neina stoð lengur.

Ómar af kynngimagnaðri fjarveru, einkasýning Karls Ómarssonar í Nýlistasafninu, virkar sem leiðarljós og afvegur í senn.