Nýlistasafnið heldur utan um þrjú megin heimildasöfn. Nýló er grunnvarðveislusafn á frumheimildum um listamannarekin sýningarými og frumkvæði listamanna á Íslandi ásamt því að viðhalda og safna heimildum um gjörningalist á Íslandi. 

Nýlistasafnið heldur utan um þrjú megin heimildasöfn. Nýló er grunnvarðveislusafn á frumheimildum um listamannarekin sýningarými og frumkvæði listamanna á Íslandi ásamt því að viðhalda og safna heimildum um gjörningalist á Íslandi. 

Vinnan við heimildarsöfnin hófst upphaflega sem skapandi samvinna við Borgarskjalasafn, Listaháskóla Íslands, Ríkisútvarpið, Háskóla Íslands, Minjasafn Íslands ofl. En heimildasafn sem snýr að sögu safnsins sjálfs er varðveitt á Borgarskjalasafni síðan 2010. 

Heimildasafn um listamannarekin sýningarrými

Nýló heldur til haga og miðlar gögnum og heimildum um listamannarekin sýningarými á Íslandi og frumkvæði listamanna sjálfra til að skapa sér vettvang. 

Nýlistasafnið hefur safnað upplýsingum um yfir 100 listamannarekin sýningarými og vinnur áfram að því að safna heimildum um þau. Dæmi um frumkvæði listamanna á þessum vettvangi eru gallerí SÚM, Suðurgata 7, Gallerí Gangur, Rauða Húsið á Akureyri, Langbrók, Gula Húsið, Kling og Bang gallerí, Crymo gallerí, Harbinger og Ekkisens, svo fáein dæmi séu tekin.

Vinnan við heimildarsöfnin hófst upphaflega sem skapandi samvinna við Borgarskjalasafn, Listaháskóla Íslands, Ríkisútvarpið, Háskóla Íslands, Minjasafn Íslands ofl. En heimildasafn sem snýr að sögu safnsins sjálfs er varðveitt á Borgarskjalasafni síðan 2010. 

Heimildasafn um listamannarekin sýningarrými

Nýló heldur til haga og miðlar gögnum og heimildum um listamannarekin sýningarými á Íslandi og frumkvæði listamanna sjálfra til að skapa sér vettvang. 

Nýlistasafnið hefur safnað upplýsingum um yfir 100 listamannarekin sýningarými og vinnur áfram að því að safna heimildum um þau. Dæmi um frumkvæði listamanna á þessum vettvangi eru gallerí SÚM, Suðurgata 7, Gallerí Gangur, Rauða Húsið á Akureyri, Langbrók, Gula Húsið, Kling og Bang gallerí, Crymo gallerí, Harbinger og Ekkisens, svo fáein dæmi séu tekin.

Stór hluti gagna um listamannarekin rými hafa týnst í gegnum tíðina þar sem ekki hefur verið til neinn staður sem tekur við þessum gögnum. Sem liður í að safna heimildum um listamannarekin rými, hafa stjórnir og starfsfólk markvisst unnið að því að taka viðtöl við fólk sem hefur komið að rekstri þessara helstu sýningarrýma og frumkvæða. Upptökurnar er að finna í heimildarsafninu sem staðsett er í safneignarrými safnsins í Breiðholti.

Heimildasafn um gjörninga

Annað mikilvægt verkefni safnsins snýst um heimildaöflun, skráningu, viðtöl og miðlun heimilda um gjörninga á Íslandi. Þar er að finna heimildir um tugi gjörningaverka frá árinu 1978.

Söfnun heimilda á sér stað í samræðu og samstarfi við þá listamenn sem hafa unnið með gjörningaformið í listsköpun sinni. Flestir listamenn vinna með gjörningaformið einhvern tíman á ævinni og nokkrir gert hann að sínu helsta viðfangsefni. Nægir að nefna í því sambandi Magnús Pálsson, Rúrí, Halldór Ásgeirsson, Kristján Guðmundsson, Ragnar Kjartansson og Gjörningaklúbbinn. 

Nýlistasafnið er eina safnið á Íslandi sem sinnir markvisst söfnun og skráningu á þessum tímatengda miðli. Sem lið í söfnun á heimildum um gjörninga átti safnið t.a.m. frumkvæði að samstarfi við Ríkisútvarpið um upptökur á munnlegum heimildum listamannanna sjálfra um eigin gjörninga. Upptökurnar er einnig að finna í heimildarsafninu og er gestum velkomið að óska eftir að hlýða á viðtölin.