04.10.2021

Fréttir

Þann 7. október, klukkan 17:00 verður haldinn stofnfundur Samtaka um listamannarekin myndlistarrými í Kling & Bang á 3. hæð í MarshallhúsinuSamtökin eru fyrst og fremst hugsuð sem hagsmunasamtök. Þau eiga að styrkja, efla og verja framsækin myndlistarrými sem eru rekin án hagnaðarsjónarmiða og leitast við að koma þeim sjónarmiðum inn í opinbera umræðu. Félagar í samtökunum geta verið öll þau rými eða framtök (e. initiative) sem eru með sýningar opnar almenningi á sviði samtímalista, en eru ekki rekin í hagnaðarskyni. Hugmyndin er að þetta einskorðist við rými sem að megninu til sýni verk annarra en þeirra listamanna sem að þeim standa. 

Listamannarekin rými eru mikilvægur stólpi í íslenskri myndlistarsenu vegna þeirrar óeigingjörnu hugsjónavinnu sem þar fer fram. Sú vinna er gjarnan grunnurinn að því sem stærri stofnanir sýna síðar. Það er mikilvægt að þessi grasrótarstarfsemi eigi sameiginlegan umræðugrundvöll, jafnt til innra samtals og til að miðla þörfum og reynslu listamannareknu senunnar út á við.

Ingibjörg Sigurjónsdóttir frá Kling & Bang, Snæbjörn Ragnarsson frá Midpunkt, Sunna Ástþórsdóttir frá Nýlistasafninu og Gústav Geir Bollason frá Verksmiðjunni á Hjalteyri hafa unnið að undirbúningi stofunarinnar og skrifað drög að stofnsamþykktum samtakanna. Vonir til þess að sem flestir aðstandendur listamannarekinna rýma mæti á stofnundinn og verði þar með stofnaðilar að samtökunum. Einnig er hægt að mæta rafrænt. 

Ef þú telur þitt sýningarrými eiga heima í þessum nýju samtökum geturðu sent línu á listamannarekin@gmail.com til að fá send fundargögn og melda þig á fundinn.

Þann 7. október, klukkan 17:00 verður haldinn stofnfundur Samtaka um listamannarekin myndlistarrými í Kling & Bang á 3. hæð í MarshallhúsinuSamtökin eru fyrst og fremst hugsuð sem hagsmunasamtök. Þau eiga að styrkja, efla og verja framsækin myndlistarrými sem eru rekin án hagnaðarsjónarmiða og leitast við að koma þeim sjónarmiðum inn í opinbera umræðu. Félagar í samtökunum geta verið öll þau rými eða framtök (e. initiative) sem eru með sýningar opnar almenningi á sviði samtímalista, en eru ekki rekin í hagnaðarskyni. Hugmyndin er að þetta einskorðist við rými sem að megninu til sýni verk annarra en þeirra listamanna sem að þeim standa. 

Listamannarekin rými eru mikilvægur stólpi í íslenskri myndlistarsenu vegna þeirrar óeigingjörnu hugsjónavinnu sem þar fer fram. Sú vinna er gjarnan grunnurinn að því sem stærri stofnanir sýna síðar. Það er mikilvægt að þessi grasrótarstarfsemi eigi sameiginlegan umræðugrundvöll, jafnt til innra samtals og til að miðla þörfum og reynslu listamannareknu senunnar út á við.

Ingibjörg Sigurjónsdóttir frá Kling & Bang, Snæbjörn Ragnarsson frá Midpunkt, Sunna Ástþórsdóttir frá Nýlistasafninu og Gústav Geir Bollason frá Verksmiðjunni á Hjalteyri hafa unnið að undirbúningi stofunarinnar og skrifað drög að stofnsamþykktum samtakanna. Vonir til þess að sem flestir aðstandendur listamannarekinna rýma mæti á stofnundinn og verði þar með stofnaðilar að samtökunum. Einnig er hægt að mæta rafrænt. 

Ef þú telur þitt sýningarrými eiga heima í þessum nýju samtökum geturðu sent línu á listamannarekin@gmail.com til að fá send fundargögn og melda þig á fundinn.