11.04.2022

Fréttir

Kæru félagar,

Yfirlýsing vegna þjófnaðar á skúlptúrnum Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku, eftir Ásmund Sveinsson. 

Þann 7. apríl birtust fréttir af hvarfi hans af stalli sínum við Laugarbrekku, og laugardaginn 9. apríl birtist skúlptúrinn fyrir utan Nýlistasafnið, stjórn og starfsfólki safnsins alveg að óvörum og án nokkurs samráðs eða samþykkis Nýlistasafnsins.

Nýlistasafnið fagnar auðvitað umræðum um sameiginlega fortíð okkar og ábyrgð, enda hýsir safnið nú sýningu þar sem listamenn fjalla um afnýlenduvæðingu, hinsegin vistkerfi, vinnsluauðvald og þjóðarímyndunarsköpun út frá ýmsum sjónarhornum, til að nefna dæmi. 

Eins og komið hefur fram í fréttum erum við í sambandi við eiganda verksins, og vonumst til að málið leysist með virðingu fyrir höfundar-/eignarétti annarra og með hagsmuni samtímalistar í forgrunni. 

 

Með vinsemd og virðingu,

Stjórn Nýlistasafnsins

Kæru félagar,

Yfirlýsing vegna þjófnaðar á skúlptúrnum Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku, eftir Ásmund Sveinsson. 

Þann 7. apríl birtust fréttir af hvarfi hans af stalli sínum við Laugarbrekku, og laugardaginn 9. apríl birtist skúlptúrinn fyrir utan Nýlistasafnið, stjórn og starfsfólki safnsins alveg að óvörum og án nokkurs samráðs eða samþykkis Nýlistasafnsins.

Nýlistasafnið fagnar auðvitað umræðum um sameiginlega fortíð okkar og ábyrgð, enda hýsir safnið nú sýningu þar sem listamenn fjalla um afnýlenduvæðingu, hinsegin vistkerfi, vinnsluauðvald og þjóðarímyndunarsköpun út frá ýmsum sjónarhornum, til að nefna dæmi. 

Eins og komið hefur fram í fréttum erum við í sambandi við eiganda verksins, og vonumst til að málið leysist með virðingu fyrir höfundar-/eignarétti annarra og með hagsmuni samtímalistar í forgrunni. 

 

Með vinsemd og virðingu,

Stjórn Nýlistasafnsins