17.01.2022

Fréttir

Nýlistasafnið leitar að kraftmiklum og metnaðarfullum safneignarfulltrúa, sem gegnir fyrst og fremst því hlutverki að hlúa að einstakri safneign Nýló og leiða verkefni henni tengdri.

Um 70% starf er að ræða og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. mars 2022. 

Nýlistasafnið

Nýlistasafnið, eða Nýló eins og safnið er nefnt í daglegu tali, er eitt elsta listamannarekna safn og sýningarrými í Evrópu. Frá stofnun hefur safnið verið einn helsti vettvangur fyrir framsækna samtímalist á Íslandi, og varðveitir Nýló einstakt safn verka eftir íslenska og alþjóðlega listamenn frá sjötta áratug síðustu aldar og fram til dagsins í dag. Safnið heldur utan um þrjú megin heimildasöfn. Nýló er grunnvarðveislusafn á frumheimildum um listamannarekin frumkvæði á Íslandi og viðheldur og safnar heimildum um gjörningalist á Íslandi. Á hverju ári stendur safnið fyrir öflugri sýningardagskrá, auk þess að vera vettvangur ýmissa viðburða, safnfræðslu og rannsókna, í náinni samvinnu við listamenn, sýningarstjóra, fræðimenn og almenning. Nýlistasafnið er viðurkennt safn og starfar samkvæmt safnalögum. Safnið er meðlimur af ICOM, alþjóðlegum samtökum safna og fylgir siðareglum ICOM.

Safneignarfulltrúi

Safneignarfulltrúi Nýlistasafnsins hefur umsjón með, og ber ábyrgð á allri umsýslu í kringum safneign og heimildasöfn Nýlistasafnsins. Safneignarfulltrúi vinnur náið með safnstjóra og framkvæmdastjóra, veitir stjórn ráðgjöf um ný aðföng og á í reglulegum samskiptum við listamenn, fræðimenn og annað fagfólk sem tengjast verkefnum safneignar.

Meðal verkefna safneignarfulltrúa eru til að mynda:

— Ráðgjöf um og eftirfylgni stefnu safneignar í samstarfi við safnstjóra og stjórn

— Umsjón með skráningu, frágangi og varðveislu listaverka

— Styrkumsóknir fyrir verkefni sem lúta að safneign

— Vinnsla lánssamninga og umsjón með flutningi verka

— Rannsóknarvinna tengd safnkosti og heimildasöfnum

— Fræðsla og miðlun safnkosts, sérstaklega fræðimanna og skólahópa

Starfsumhverfi

Starfslið Nýló er fámennt og vinnur þétt saman í skapandi en erilsömu umhverfi. Áhersla er lögð á jákvætt viðhorf, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. Vinnutími safneignarfulltrúa skiptist á milli Marshallhússins, þar sem skrifstofur og sýningarsalur eru til húsa, og Völvufells í Breiðholti, þar sem safneignargeymslur eru staðsettar og því er kostur ef viðkomandi hefur bíl til umráða.

Við leitum að einstaklingi sem:

—er lipur í samskiptum, ræðu og riti

— hefur reynslu af skráningarvinnu, þekkingu á réttri meðhöndlun listaverka og getur metið hvenær þörf er á forverði/utanaðkomandi sérfræðingi

— býr yfir skipulagshæfni og sveigjanleika til að mæta fjölbreyttum og ólíkum verkefnum í einu/á álagstímum

— er framkvæmdaglaður, sýnir frumkvæði í starfi og vinnur sjálfstætt

— hefur umtalsverða þekkingu á íslenskri samtímamyndlist

— Hefur menntun sem reynist vel í starfi

Kostur er ef viðkomandi hefur áhuga á miðlun og undirbúningi sýninga, þar sem safneign tvinnast oft inn í sýningarverkefni safnsins.

Umsóknarfrestur:

Tekið er við umsóknum til og með 7. febrúar næstkomandi.

Umsókn skal innihalda kynningarbréf (1 bls) þar sem gert er grein fyrir áhuga og hæfni umsækjanda, og ferilskrá ásamt upplýsingum um meðmælendur. 

Um 70% starf er að ræða og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. mars 2022. 

Umsóknir og fyrirspurnir sendist á Sunnu Ástþórsdóttur, safnstjóra Nýlistasafnsins, sunna(hjá)nylo.is

Mynd:

Úr gjörningaarkífi Nýlistasafnsins. Heimildir frá Erni Alexander Ámundasyni.

Nýlistasafnið leitar að kraftmiklum og metnaðarfullum safneignarfulltrúa, sem gegnir fyrst og fremst því hlutverki að hlúa að einstakri safneign Nýló og leiða verkefni henni tengdri.

Um 70% starf er að ræða og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. mars 2022. 

Nýlistasafnið

Nýlistasafnið, eða Nýló eins og safnið er nefnt í daglegu tali, er eitt elsta listamannarekna safn og sýningarrými í Evrópu. Frá stofnun hefur safnið verið einn helsti vettvangur fyrir framsækna samtímalist á Íslandi, og varðveitir Nýló einstakt safn verka eftir íslenska og alþjóðlega listamenn frá sjötta áratug síðustu aldar og fram til dagsins í dag. Safnið heldur utan um þrjú megin heimildasöfn. Nýló er grunnvarðveislusafn á frumheimildum um listamannarekin frumkvæði á Íslandi og viðheldur og safnar heimildum um gjörningalist á Íslandi. Á hverju ári stendur safnið fyrir öflugri sýningardagskrá, auk þess að vera vettvangur ýmissa viðburða, safnfræðslu og rannsókna, í náinni samvinnu við listamenn, sýningarstjóra, fræðimenn og almenning. Nýlistasafnið er viðurkennt safn og starfar samkvæmt safnalögum. Safnið er meðlimur af ICOM, alþjóðlegum samtökum safna og fylgir siðareglum ICOM.

Safneignarfulltrúi

Safneignarfulltrúi Nýlistasafnsins hefur umsjón með, og ber ábyrgð á allri umsýslu í kringum safneign og heimildasöfn Nýlistasafnsins. Safneignarfulltrúi vinnur náið með safnstjóra og framkvæmdastjóra, veitir stjórn ráðgjöf um ný aðföng og á í reglulegum samskiptum við listamenn, fræðimenn og annað fagfólk sem tengjast verkefnum safneignar.

Meðal verkefna safneignarfulltrúa eru til að mynda:

— Ráðgjöf um og eftirfylgni stefnu safneignar í samstarfi við safnstjóra og stjórn

— Umsjón með skráningu, frágangi og varðveislu listaverka

— Styrkumsóknir fyrir verkefni sem lúta að safneign

— Vinnsla lánssamninga og umsjón með flutningi verka

— Rannsóknarvinna tengd safnkosti og heimildasöfnum

— Fræðsla og miðlun safnkosts, sérstaklega fræðimanna og skólahópa

Starfsumhverfi

Starfslið Nýló er fámennt og vinnur þétt saman í skapandi en erilsömu umhverfi. Áhersla er lögð á jákvætt viðhorf, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. Vinnutími safneignarfulltrúa skiptist á milli Marshallhússins, þar sem skrifstofur og sýningarsalur eru til húsa, og Völvufells í Breiðholti, þar sem safneignargeymslur eru staðsettar og því er kostur ef viðkomandi hefur bíl til umráða.

Við leitum að einstaklingi sem:

—er lipur í samskiptum, ræðu og riti

— hefur reynslu af skráningarvinnu, þekkingu á réttri meðhöndlun listaverka og getur metið hvenær þörf er á forverði/utanaðkomandi sérfræðingi

— býr yfir skipulagshæfni og sveigjanleika til að mæta fjölbreyttum og ólíkum verkefnum í einu/á álagstímum

— er framkvæmdaglaður, sýnir frumkvæði í starfi og vinnur sjálfstætt

— hefur umtalsverða þekkingu á íslenskri samtímamyndlist

— Hefur menntun sem reynist vel í starfi

Kostur er ef viðkomandi hefur áhuga á miðlun og undirbúningi sýninga, þar sem safneign tvinnast oft inn í sýningarverkefni safnsins.

Umsóknarfrestur:

Tekið er við umsóknum til og með 7. febrúar næstkomandi.

Umsókn skal innihalda kynningarbréf (1 bls) þar sem gert er grein fyrir áhuga og hæfni umsækjanda, og ferilskrá ásamt upplýsingum um meðmælendur. 

Um 70% starf er að ræða og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. mars 2022. 

Umsóknir og fyrirspurnir sendist á Sunnu Ástþórsdóttur, safnstjóra Nýlistasafnsins, sunna(hjá)nylo.is

Mynd:

Úr gjörningaarkífi Nýlistasafnsins. Heimildir frá Erni Alexander Ámundasyni.