12.11.2021

Fréttir

Nýlistasafnið tekur þátt í Reykjavik Art Book Fair sem opnar í Ásmundarsal í dag, 12 nóvember.

Reykjavík Art Book Fair byggir á vinsælu alþjóðlegu sýningarsniði listbókamessunnar. Messurnar sem haldnar eru víðsvegar um heim sameina listamenn og hönnuði sem nota bókverkamiðilinn sem listform, lítil listbókaforlög, gallerí og söfn sem stunda útgáfu á prentuðu efni. Útgangspunktur messunnar er að líta á bókahönnun, útgáfu og prent sem listform sem er í stöðugri þróun. Prentið hefur oft verið nefnt lýðræðislegasti listmiðillinn þar sem hann er aðgengilegur öllum, hver sem er getur stundað sjálfsútgáfu og stjórnað dreifingu efnisins.

Á borði Nýlistasafnsins má finna útgáfur Nýló ásamt bókverkum listamanna og sjálfstæðar útgáfur úr bókabúð safnsins. Messan er opin í dag milli kl. 18—21 og frá kl. 11—17 um helgina.

Nýlistasafnið tekur þátt í Reykjavik Art Book Fair sem opnar í Ásmundarsal í dag, 12 nóvember.

Reykjavík Art Book Fair byggir á vinsælu alþjóðlegu sýningarsniði listbókamessunnar. Messurnar sem haldnar eru víðsvegar um heim sameina listamenn og hönnuði sem nota bókverkamiðilinn sem listform, lítil listbókaforlög, gallerí og söfn sem stunda útgáfu á prentuðu efni. Útgangspunktur messunnar er að líta á bókahönnun, útgáfu og prent sem listform sem er í stöðugri þróun. Prentið hefur oft verið nefnt lýðræðislegasti listmiðillinn þar sem hann er aðgengilegur öllum, hver sem er getur stundað sjálfsútgáfu og stjórnað dreifingu efnisins.

Á borði Nýlistasafnsins má finna útgáfur Nýló ásamt bókverkum listamanna og sjálfstæðar útgáfur úr bókabúð safnsins. Messan er opin í dag milli kl. 18—21 og frá kl. 11—17 um helgina.