06.04.2023

Fréttir

Auglýst er eftir umsóknum um vinnustofudvöl hjá Artistes en résidence í Frakklandi. Listamenn af öllum þjóðernum, með búsetu á Íslandi geta sótt um. Um er að ræða 6 vikna vinnustofudvöl hjá Artistes én Résidence í Clermond Ferrand, Frakklandi, með gistiaðstöðu, aðgang að vinnustofu, styrk fyrir uppihaldi og faglegum stuðningi frá starfsmönnum AR. Nýlistasafnið leggur listamanninum lið við að sækja um ferðastyrki ef þess er þörf. 

Frestur til að sækja um:

6. maí 2023 kl. 23:59 að íslenskum tíma

Sótt er um í gegnum heimasíðu Artistes en Résidence hér. Athugið að eingöngu listamenn með búsetu á Íslandi geta sótt um. 

Dvalartími

Áætlaður dvalartími listamanns frá Íslandi í Clermont-Ferrand er frá 15 janúar til 29. febrúar 2024. 

Vinnustofudvölin

Nýlistasafnið og Artistes en résidence (Clermont-Ferrand, Frakklandi) bjóða upp á skiptivist fyrir tvo listamenn, einn sem býr og starfar á Íslandi og einn í Auvergne-Rhône-Alpes-héraði í Frakklandi. Þetta ákall er eingöngu ætlað þeim listamönnum sem búa á Íslandi.

Listamaðurinn sem valinn er mun dvelja í sex vikur í Clermond Ferrand og hljóta styrk fyrir uppihaldi að upphæð 2250€, fá aðgang að vinnustofu og sérherbergi í fullbúinni íbúð sem deilt er með tveimur öðrum íbúum. Teymi Artistes en résidence verður listamanninum innan handar. 

Verkefnið er unnið í samstarfi við og með stuðningi frá franska sendiráðinu á Íslandi og Alliance Française de Reykjavík. 

Um Artistes en Résidence

Artistes en résidence (A·R) var stofnað árið 2011 í Clermont-Ferrand og styður listsköpun með því að skipuleggja vinnustofudvöl fyrir listamenn og fræðafólk á sviði samtímalistar. A·R styður við hreyfingu og útbreiðslu samtímalistar, hugmynda og sköpunar, og uppbyggingu innlendra og alþjóðlegra samstarfsforma. 

Hjá A·R er litið á vinnustofudvölina sem tíma sem er alfarið helgaður rannsóknum og tilraunum án þess að sé gerð krafa til að sýna fram á lokaútkomu. Markmiðið er að gefa listamönnum tíma til að sökkva sér í rannsóknarvinnu í nýju umhverfi og skapa þannig rými fyrir spurningar, tilraunir og mistök, sem eru allt nauðsynlegir þættir í hinu skapandi ferli. 

Teymi A·R býður listamönnum handleiðslu og skapar tengingar við fagfólk í listum, rannsakendur, handverksfólk eða aðra sem geta lagt sitt af mörkum.

Listamanninum sem verður fyrir valinu stendur til boða:

— Styrkur að upphæð 2250 €.

— Ferðir milli Reykjavíkur og Clermont-Ferrand.

— Gisting í sérherbergi í fullbúinni þriggja herbergja íbúð – með baðherbergi og eldhúsi ásamt garði – sem deilt er með öðrum íbúum. Sjá myndir hér.

— Listamenn hafa aðgang að 160 fermetra vinnustofurými sem allt að 3 íbúar deila. Vinnustofan er staðsett í húsnæði Artistes en Résidence í þverfaglegu samstæðunni La Diode, deilt meðal annars með Les Ateliers, félagi sem heldur utan um 17 vinnustofur fyrir listamenn á staðnum.

— Aðgangur að tæknibúnaði á staðnum sem deilt er milli félaganna tveggja (útbúið tréverkstæði, færanleg rafmagnsverkfæri, keramikofn, MIG suðustöð, tölvuherbergi með borðborði og A3 prentara/skanni). Sjá myndir hér.

— Leiðsögn og stuðning frá AR teymi. 

— Aðstoð frá teymi Nýló við umsóknir um ferðastyrk

— Möguleika á að skipuleggja opinbera kynningu og/eða sýningu í lok dvalarinnar. Þar sem gestavinnustofan leggur áherslu á tilraunastarfsemi og rannsóknarvinnu er opinber kynning ekki skylda. Kjósi listamaður að halda einhvers konar kynningu, fær viðkomandi greiddar 150 evrur í þóknun fyrir. 

Umsókn skal innihalda:

— Útfyllt umsóknareyðublað sem er aðgengilegt hér.

— PDF skjal sem samanstendur af yfirlýsingu listamanns, ferilskrá og úrvali viðeigandi verka (hámark 20MB), á frönsku, íslensku eða ensku.

— Bréf um ásetning, hámark tvær A4 síður, á ensku.

NB! Ekki er ætlast til að listamenn útlisti ákveðið verkefni fyrir dvölina heldur tilgreini þörf sína og/eða áhuga á dvölinni eða fyrir vinnustofudvöl almennt. Tekið skal fram að um er að ræða rannsóknardvöl, þar sem engin krafa er gerð á lokaverk eða úrvinnslu. Í bréfinu geta listamenn lýst núverandi rannsóknum, væntingum og þörfum á slíkri dvöl. Einnig tengslum þeirra eða áhuga á svæðinu eða öðru sem listamaður vill taka fram.

Möppurnar geta verið á frönsku, íslensku eða ensku. Viljayfirlýsingin þarf hins vegar að vera skrifuð á ensku.

Listamenn geta sótt um í fleiri en einu opnu umsóknarferli hjá Artistes en résidence.

Umsóknarfrestur er til og með 6. maí 2023, klukkan 23:59 að íslenskum tíma.

Niðurstöður verða kynntar í lok maí 2023.

Fyrirspurnir má senda á:

candidatures.reykjavik(hjá)artistesenresidence.fr

nylo(hjá)nylo.is

Mynd frá Artistes en Résidence

Auglýst er eftir umsóknum um vinnustofudvöl hjá Artistes en résidence í Frakklandi. Listamenn af öllum þjóðernum, með búsetu á Íslandi geta sótt um. Um er að ræða 6 vikna vinnustofudvöl hjá Artistes én Résidence í Clermond Ferrand, Frakklandi, með gistiaðstöðu, aðgang að vinnustofu, styrk fyrir uppihaldi og faglegum stuðningi frá starfsmönnum AR. Nýlistasafnið leggur listamanninum lið við að sækja um ferðastyrki ef þess er þörf. 

Frestur til að sækja um:

6. maí 2023 kl. 23:59 að íslenskum tíma

Sótt er um í gegnum heimasíðu Artistes en Résidence hér. Athugið að eingöngu listamenn með búsetu á Íslandi geta sótt um. 

Dvalartími

Áætlaður dvalartími listamanns frá Íslandi í Clermont-Ferrand er frá 15 janúar til 29. febrúar 2024. 

Vinnustofudvölin

Nýlistasafnið og Artistes en résidence (Clermont-Ferrand, Frakklandi) bjóða upp á skiptivist fyrir tvo listamenn, einn sem býr og starfar á Íslandi og einn í Auvergne-Rhône-Alpes-héraði í Frakklandi. Þetta ákall er eingöngu ætlað þeim listamönnum sem búa á Íslandi.

Listamaðurinn sem valinn er mun dvelja í sex vikur í Clermond Ferrand og hljóta styrk fyrir uppihaldi að upphæð 2250€, fá aðgang að vinnustofu og sérherbergi í fullbúinni íbúð sem deilt er með tveimur öðrum íbúum. Teymi Artistes en résidence verður listamanninum innan handar. 

Verkefnið er unnið í samstarfi við og með stuðningi frá franska sendiráðinu á Íslandi og Alliance Française de Reykjavík. 

Um Artistes en Résidence

Artistes en résidence (A·R) var stofnað árið 2011 í Clermont-Ferrand og styður listsköpun með því að skipuleggja vinnustofudvöl fyrir listamenn og fræðafólk á sviði samtímalistar. A·R styður við hreyfingu og útbreiðslu samtímalistar, hugmynda og sköpunar, og uppbyggingu innlendra og alþjóðlegra samstarfsforma. 

Hjá A·R er litið á vinnustofudvölina sem tíma sem er alfarið helgaður rannsóknum og tilraunum án þess að sé gerð krafa til að sýna fram á lokaútkomu. Markmiðið er að gefa listamönnum tíma til að sökkva sér í rannsóknarvinnu í nýju umhverfi og skapa þannig rými fyrir spurningar, tilraunir og mistök, sem eru allt nauðsynlegir þættir í hinu skapandi ferli. 

Teymi A·R býður listamönnum handleiðslu og skapar tengingar við fagfólk í listum, rannsakendur, handverksfólk eða aðra sem geta lagt sitt af mörkum.

Listamanninum sem verður fyrir valinu stendur til boða:

— Styrkur að upphæð 2250 €.

— Ferðir milli Reykjavíkur og Clermont-Ferrand.

— Gisting í sérherbergi í fullbúinni þriggja herbergja íbúð – með baðherbergi og eldhúsi ásamt garði – sem deilt er með öðrum íbúum. Sjá myndir hér.

— Listamenn hafa aðgang að 160 fermetra vinnustofurými sem allt að 3 íbúar deila. Vinnustofan er staðsett í húsnæði Artistes en Résidence í þverfaglegu samstæðunni La Diode, deilt meðal annars með Les Ateliers, félagi sem heldur utan um 17 vinnustofur fyrir listamenn á staðnum.

— Aðgangur að tæknibúnaði á staðnum sem deilt er milli félaganna tveggja (útbúið tréverkstæði, færanleg rafmagnsverkfæri, keramikofn, MIG suðustöð, tölvuherbergi með borðborði og A3 prentara/skanni). Sjá myndir hér.

— Leiðsögn og stuðning frá AR teymi. 

— Aðstoð frá teymi Nýló við umsóknir um ferðastyrk

— Möguleika á að skipuleggja opinbera kynningu og/eða sýningu í lok dvalarinnar. Þar sem gestavinnustofan leggur áherslu á tilraunastarfsemi og rannsóknarvinnu er opinber kynning ekki skylda. Kjósi listamaður að halda einhvers konar kynningu, fær viðkomandi greiddar 150 evrur í þóknun fyrir. 

Umsókn skal innihalda:

— Útfyllt umsóknareyðublað sem er aðgengilegt hér.

— PDF skjal sem samanstendur af yfirlýsingu listamanns, ferilskrá og úrvali viðeigandi verka (hámark 20MB), á frönsku, íslensku eða ensku.

— Bréf um ásetning, hámark tvær A4 síður, á ensku.

NB! Ekki er ætlast til að listamenn útlisti ákveðið verkefni fyrir dvölina heldur tilgreini þörf sína og/eða áhuga á dvölinni eða fyrir vinnustofudvöl almennt. Tekið skal fram að um er að ræða rannsóknardvöl, þar sem engin krafa er gerð á lokaverk eða úrvinnslu. Í bréfinu geta listamenn lýst núverandi rannsóknum, væntingum og þörfum á slíkri dvöl. Einnig tengslum þeirra eða áhuga á svæðinu eða öðru sem listamaður vill taka fram.

Möppurnar geta verið á frönsku, íslensku eða ensku. Viljayfirlýsingin þarf hins vegar að vera skrifuð á ensku.

Listamenn geta sótt um í fleiri en einu opnu umsóknarferli hjá Artistes en résidence.

Umsóknarfrestur er til og með 6. maí 2023, klukkan 23:59 að íslenskum tíma.

Niðurstöður verða kynntar í lok maí 2023.

Fyrirspurnir má senda á:

candidatures.reykjavik(hjá)artistesenresidence.fr

nylo(hjá)nylo.is

Mynd frá Artistes en Résidence