18.03.2022

Fréttir

Íslensku myndlistarverðlaunin 2022 fóru fram fyrir fullu húsi í Iðnó, fimmtudagskvöldið 17. mars 2022. Þar var blómlegu myndlistarári fagnað og verðlaun veitt fyrir myndlistarmann ársins, hvatningarverðlaun og heiðursviðurkenningu. Að auki veitti myndlistarráð sérstakar viðurkenningar fyrir endurlit og útgáfu ársins. Þar hlaut listhópurinn Lucky 3 hvatningarverðlaun fyrir djarfann og hárbeittan gjörning sem þau frömdu í Open á Sequences X, og Kristján Guðmundsson, einn af stofnendum Nýlistasafnsins, hlaut heiðursviðurkenningu, fyrir framlag sitt til íslenskrar myndlistar.

Lucky 3 eru þau Melanie Ubaldo, Darren Mark og Dýrfinna Benita. Þegar þau vinna saman nýta þau arfleifð sína frá Filippseyjum og þann stöðuga menningarlega árekstur sem einkennir líf þeirra. Sjálf segjast þau vilja varpa ljósi á sundraðan hóp, fólk sem er rótlaust, er í stöðugri endurnýjun og berst við að bjarga arfleifð sinni undir pressu frá ríkjandi menningu.

Kristján Guðmundsson er sjálfmenntaður í myndlist og hefur um áratugaskeið verið einn af athyglisverðustu listamönnum Íslands. Verk hans einkennast af einfaldri og formfastri framsetningu í bland við ljóðrænu þar sem iðulega bregður fyrir heimspekilegri nálgun og djúpri og ísmeygilegri kímni. Efniviðurinn í myndlist hans oft hversdagslegur, beinskeyttur og hrár; ritblý, þerripappír, blek, hallamál, íþróttavörur, rafmagnskaplar, stálrör og einangrunargler.

Nýló fagnar sérstaklega breidd í hópi tilnefndra, og er stolt af að hafa átt samstarf við eða komið að verkefnum tveimur, af þeim þremur, sem tilnefnd voru til hvatningarverðlauna, en listamannatvíeykið Klāvs Liepiņš og Renāte Feizaka voru tilnefnd fyrir framlag sitt til haustsýningar Nýlistasafnsins 2021.

Við óskum öllum sem hlutu tilnefningu, sem og verðlaunahöfum, innilega til hamingju og þökkum kærlega fyrir óeigingjarnt framlag til Íslenskrar myndlistar!

Mynd:

Lucky 3, Puti, 2021. Mynd: Kamilija Tekle.

Íslensku myndlistarverðlaunin 2022 fóru fram fyrir fullu húsi í Iðnó, fimmtudagskvöldið 17. mars 2022. Þar var blómlegu myndlistarári fagnað og verðlaun veitt fyrir myndlistarmann ársins, hvatningarverðlaun og heiðursviðurkenningu. Að auki veitti myndlistarráð sérstakar viðurkenningar fyrir endurlit og útgáfu ársins. Þar hlaut listhópurinn Lucky 3 hvatningarverðlaun fyrir djarfann og hárbeittan gjörning sem þau frömdu í Open á Sequences X, og Kristján Guðmundsson, einn af stofnendum Nýlistasafnsins, hlaut heiðursviðurkenningu, fyrir framlag sitt til íslenskrar myndlistar.

Lucky 3 eru þau Melanie Ubaldo, Darren Mark og Dýrfinna Benita. Þegar þau vinna saman nýta þau arfleifð sína frá Filippseyjum og þann stöðuga menningarlega árekstur sem einkennir líf þeirra. Sjálf segjast þau vilja varpa ljósi á sundraðan hóp, fólk sem er rótlaust, er í stöðugri endurnýjun og berst við að bjarga arfleifð sinni undir pressu frá ríkjandi menningu.

Kristján Guðmundsson er sjálfmenntaður í myndlist og hefur um áratugaskeið verið einn af athyglisverðustu listamönnum Íslands. Verk hans einkennast af einfaldri og formfastri framsetningu í bland við ljóðrænu þar sem iðulega bregður fyrir heimspekilegri nálgun og djúpri og ísmeygilegri kímni. Efniviðurinn í myndlist hans oft hversdagslegur, beinskeyttur og hrár; ritblý, þerripappír, blek, hallamál, íþróttavörur, rafmagnskaplar, stálrör og einangrunargler.

Nýló fagnar sérstaklega breidd í hópi tilnefndra, og er stolt af að hafa átt samstarf við eða komið að verkefnum tveimur, af þeim þremur, sem tilnefnd voru til hvatningarverðlauna, en listamannatvíeykið Klāvs Liepiņš og Renāte Feizaka voru tilnefnd fyrir framlag sitt til haustsýningar Nýlistasafnsins 2021.

Við óskum öllum sem hlutu tilnefningu, sem og verðlaunahöfum, innilega til hamingju og þökkum kærlega fyrir óeigingjarnt framlag til Íslenskrar myndlistar!

Mynd:

Lucky 3, Puti, 2021. Mynd: Kamilija Tekle.