03.04.2020

Fréttir

Nýlistasafnið tekur þátt í Listahátíð í Reykjavík 2020 með sýningu Katie Paterson, The Earth Has Many Keys. Við erum afskaplega stolt af þessu verkefni og spennt að sýna verk Katie hér á landi, en það má með sanni segja að verkin færi alheiminn nær okkur.

Ef kringumstæður leyfa stefnum við á að opna sýninguna í ágúst. Við mætum þessum óvissutímum með þolinmæði og ró og erum þakklát samstarfinu við Katie og Listahátíð – þar sem listin fær svo sannarlega að blómstra á eigin forsendum.

Smellið hér til að skrá ykkur á póstlista sýningarinnar. Þegar búið er að ákveða dagsetningar verða þær tilkynntar þar.

Verk Katie Paterson eru mikilfengleg, bæði að umfangi og hugmyndafræðilega. Hún leitast við að koma hinu ómælanlega í kunnuglegt form, svo sem klukkur, bréf, kerti og ljósaperur. Verk hennar fanga víðáttur himingeimsins og mannshugans, þau hafa yfir sér ljóðrænt ívaf hversdagsleikans, eru full leikgleði, ögra og hrífa.

Mörg verka listakonunnar fjalla beint eða óbeint um áhrif mannsins á náttúruna og himinhvolfið, um loftslagsbreytingar og stuttan líftíma mannkyns og jarðar.

Þau eru áminning til okkar og áskorun um að bæta umgengni okkar við náttúruna.

Samstarf Katie Paterson við vísindamenn er einstaklega frjótt og gefur henni færi á að gera hið huglæga áþreifanlegt. Með sanni má segja að verk hennar færi alheiminn nær okkur.

Katie Paterson er rísandi stjarna í alþjóðlega listheiminum en hún býr og starfar í Fife og Edinborg í Skotlandi. Þetta er í fyrsta sinn sem hún sýnir verk sín hér á landi en tengsl hennar við Ísland eru töluverð.

Mynd með færslu: Katie Paterson, Light bulb to Simulate Moonlight, 2008 Ljósmynd: © John McKenzie 2011

Nýlistasafnið tekur þátt í Listahátíð í Reykjavík 2020 með sýningu Katie Paterson, The Earth Has Many Keys. Við erum afskaplega stolt af þessu verkefni og spennt að sýna verk Katie hér á landi, en það má með sanni segja að verkin færi alheiminn nær okkur.

Ef kringumstæður leyfa stefnum við á að opna sýninguna í ágúst. Við mætum þessum óvissutímum með þolinmæði og ró og erum þakklát samstarfinu við Katie og Listahátíð – þar sem listin fær svo sannarlega að blómstra á eigin forsendum.

Smellið hér til að skrá ykkur á póstlista sýningarinnar. Þegar búið er að ákveða dagsetningar verða þær tilkynntar þar.

Verk Katie Paterson eru mikilfengleg, bæði að umfangi og hugmyndafræðilega. Hún leitast við að koma hinu ómælanlega í kunnuglegt form, svo sem klukkur, bréf, kerti og ljósaperur. Verk hennar fanga víðáttur himingeimsins og mannshugans, þau hafa yfir sér ljóðrænt ívaf hversdagsleikans, eru full leikgleði, ögra og hrífa.

Mörg verka listakonunnar fjalla beint eða óbeint um áhrif mannsins á náttúruna og himinhvolfið, um loftslagsbreytingar og stuttan líftíma mannkyns og jarðar.

Þau eru áminning til okkar og áskorun um að bæta umgengni okkar við náttúruna.

Samstarf Katie Paterson við vísindamenn er einstaklega frjótt og gefur henni færi á að gera hið huglæga áþreifanlegt. Með sanni má segja að verk hennar færi alheiminn nær okkur.

Katie Paterson er rísandi stjarna í alþjóðlega listheiminum en hún býr og starfar í Fife og Edinborg í Skotlandi. Þetta er í fyrsta sinn sem hún sýnir verk sín hér á landi en tengsl hennar við Ísland eru töluverð.

Mynd með færslu: Katie Paterson, Light bulb to Simulate Moonlight, 2008 Ljósmynd: © John McKenzie 2011