19.12.2025
Nýlistasafnið óskar öllum gleðilega hátíð og farsælt komandi ár.
Á árinu sem leið kvöddum við tvo fulltrúa safnsins, þá Bjarna H. Þórarinsson (1947-2025) og Kristján Guðmundsson (1941-2025). Þeir voru báðir stofnendur Nýlistasafnsins árið 1978 ásamt fleirum og tóku virkan þátt í starfseminni fyrstu árin. Báðir listamenn gáfu safninu fjölda verka eftir sig í áranna rás, mörg hver lykilverk í eigu Nýlistasafnsins. Minning þeirra lifir.
Að venju hefjum við nýtt ár með 48 ára afmælispartíi Nýló þannn 10. janúar en dagskráin verður birt fljótlega. Þann 24. janúar opnar fyrsta sýning ársins, sem er einkasýning Þórdísar Öldu Sigurðardóttur.
Athugið að skrifstofa safnsins verður lokuð frá 23. desember – 5. janúar 2026
Hátíðarkveðjur,
Stjórn og starfsfólk Nýlistasafnsins
Myndir:
Agnieszka Kubiak
Andrew Hendrick
Sisters Lumiére
Vikram pradhan
Nýlistasafnið óskar öllum gleðilega hátíð og farsælt komandi ár.
Á árinu sem leið kvöddum við tvo fulltrúa safnsins, þá Bjarna H. Þórarinsson (1947-2025) og Kristján Guðmundsson (1941-2025). Þeir voru báðir stofnendur Nýlistasafnsins árið 1978 ásamt fleirum og tóku virkan þátt í starfseminni fyrstu árin. Báðir listamenn gáfu safninu fjölda verka eftir sig í áranna rás, mörg hver lykilverk í eigu Nýlistasafnsins. Minning þeirra lifir.
Að venju hefjum við nýtt ár með 48 ára afmælispartíi Nýló þannn 10. janúar en dagskráin verður birt fljótlega. Þann 24. janúar opnar fyrsta sýning ársins, sem er einkasýning Þórdísar Öldu Sigurðardóttur.
Athugið að skrifstofa safnsins verður lokuð frá 23. desember – 5. janúar 2026
Hátíðarkveðjur,
Stjórn og starfsfólk Nýlistasafnsins
Myndir:
Agnieszka Kubiak
Andrew Hendrick
Sisters Lumiére
Vikram pradhan






