16.04.2025

Fréttir

Denica Perková er nýútskrifaður listfræðingur sem stundaði starfsnám í Nýlistasafninu frá miðjum febrúar fram í miðjan maí og aðstoðaði við uppsetningu of eftirfylgni safneignarsýningarinnar Ný aðföng: Gjafir, endurgerðir og staðgenglar. Eitt verk vakti sérstaka athygli hennar en það var verkið Puffin Shop eftir Huldu Rós Guðnadóttur. Eftirfarandi texti er grein hennar um verkið:

Frá 15. mars til 27. apríl 2025 stóð yfir sýningin Ný aðföng: Gjafir, endurgerðir og staðgenglar í Nýlistasafninu. Sýningarstjóri var Jenny Barrett safneignarfulltrúi Nýló. Sýningin gaf sjaldgæfa innsýn í starfsemi safnsins og þá flóknu vinnusem helst í varðveislu, viðgerðum og jafnvel hugsanlegu hvarfi listaverka. Meðal verkanna sem sýnd voru vakti eitt sérstaka athygli – Puffin Shop.

Verkið er eftir íslensku listakonuna Huldu Rós Guðnadóttur, var upphaflega sýnt árið 2019 sem hluti af umfangsmikilli margmiðla sýningu, All Is Full Of Love, í Künstlerhaus Bethanien í Berlín. Í dag hefur verkið öðlast nýja merkingu og nánast því sem við gætum kallað spámannlega dýpt. Verkið samanstendur af þremur þríhyrningslaga IKEA-hillum sem raðað er í nákvæmum hornum og fylltum af 2.470 mjúkum lundaböngsum eða mjúkdýrum. Hönnunin kallar vísvitandi fram sjónrænt tungutak minjagripaverslana. Þríhyrningarnir tákna þrjár grunnstoðir íslensks efnahagslífs: sjávarútveg, ferðaþjónustu og listir. Í miðju verksins stendur lundinn sjálfur– áður algengur sjófugl við bjargbrúnir Norður-Atlandshafsins, nú orðinn síendurtekið táknÍslands á lyklakyppum, bolum og mjúkdýrum sem fylla miðbæ Reykjavíkur.

Lundinn birtist fyrst Huldu Rósar árið 2006, fjórum árum áður en myndir af eldgosinu í Eyjafjallajökli fóru að dreifast um heiminn og kveiktu áhuga á íslenskri náttúru og og varð til þess að ferðamönnum fjölgaði hratt. Í verkum hennar kemur lundinn endurtekið fyrir, en merking hans hefur þróast með tímanum. Í gjörningnum Artist as a Puffin frá árinu 2006 rannsakaði listakonan, í lundabúningi, menningarlega sjálfsmynd Íslendinga og fyrstu stig þjóðernisímyndar Íslands, með leikandi kaldhæðni. Árið 2014 varð tóninn dekkri í Material Puffin, þar sem lundi ráfar um hafnir sem hafa smám saman glatað sínum sérkennum vegna aukinnar markaðsvæðingar. Þannig verður lundinn í raun gestur í sínu eigin landslagi. Í Puffin Shop er umbreytingunni lokið. Lundinn er hvorki persóna né gjörninga tól lengur, hann er einfaldlega bara hlutur, fjöldaframleiddur í Kína.

Verkinu fylgir hljóðverk eftir Joseph Marzolla, samsett úr afbyggðum textabrotum eftir Huldu Rós, upptökum af lundahljóðum og kórsöngs íslensks kórs í Berlín. Hljóðheimurinn er í fyrstu hófstilltur, en verður smám saman síendurtekinn og kallar fram stemningu sem minnir á svokallaða ,,lyftutónlist’’ úr almennings- og verslunarrýmum. Hér er hljóðið þó ekki bakgrunnur heldur verður að sjálfstæðu lagi merkingar. Það veitir mjúkdýrunum rödd og varpar fram áleitinni spurningu: Vita gestir, þar á meðal ferðamenn, yfirhöfuð hvernig lundi hljómar- eða hafa þeir gleymt að hann er lifandi vera?

Puffin Shop varpar fram djúpstæðum spurningum um gildi og uppruna. Lundinn, sem eitt sinn var lifandi og lífleg vera, er nú orðinn eftirlíking eftirlíkingarinnar, tengslalaus í íslensku umhverfi. Það að mjúkdýrið sé fjöldaframleitt erlendis dregur fram kaldhæðnina í því að jafnvel á sjálfu Íslandi eru minjagripir sjaldnast íslenskir að uppruna. Hvað er raunverulega íslenskt við lundann – og hvað merkir íslensk sjálfsmynd þegar hún verður hluti af vélbúnaði markaðsvæðingar ?

Í samhengi sýningarinnar Ný aðföng: Gjafir, endurgerðir og staðgenglar öðlast verkið aukna dýpt. Lundinn er ekki einungis tákn þjóðernisklisja eða kitsch, heldur einnig dæmi um menningarlegt eignarnám. Á síðustu árum hefur lundinn í auknum mæli verið tengdur við vistfræðilegar ógnir, þar sem stofnar hans hafa hríðfallið vegna loftlagsbreytinga og mannlegra athafna. Ferðaþjónustan, sem eitt sinn hjálpaði lundanum í sviðsljósið, stuðlar nú að hnignunhans. Kaldhæðnin er augljós og sker sig úr – hljóðlát en ógvænleg.

Hversu margir lundar þurfa að verða til áður en við hættum að sjá hvað þeir eitt sinn voru?

Meðfylgjandi mynd er af verki Huldu Rósar og tekin á sýningunni Ný aðföng: Gjafir, endurgerðir og staðgenglar af Sisters Lumiére.

Denica Perková er nýútskrifaður listfræðingur sem stundaði starfsnám í Nýlistasafninu frá miðjum febrúar fram í miðjan maí og aðstoðaði við uppsetningu of eftirfylgni safneignarsýningarinnar Ný aðföng: Gjafir, endurgerðir og staðgenglar. Eitt verk vakti sérstaka athygli hennar en það var verkið Puffin Shop eftir Huldu Rós Guðnadóttur. Eftirfarandi texti er grein hennar um verkið:

Frá 15. mars til 27. apríl 2025 stóð yfir sýningin Ný aðföng: Gjafir, endurgerðir og staðgenglar í Nýlistasafninu. Sýningarstjóri var Jenny Barrett safneignarfulltrúi Nýló. Sýningin gaf sjaldgæfa innsýn í starfsemi safnsins og þá flóknu vinnusem helst í varðveislu, viðgerðum og jafnvel hugsanlegu hvarfi listaverka. Meðal verkanna sem sýnd voru vakti eitt sérstaka athygli – Puffin Shop.

Verkið er eftir íslensku listakonuna Huldu Rós Guðnadóttur, var upphaflega sýnt árið 2019 sem hluti af umfangsmikilli margmiðla sýningu, All Is Full Of Love, í Künstlerhaus Bethanien í Berlín. Í dag hefur verkið öðlast nýja merkingu og nánast því sem við gætum kallað spámannlega dýpt. Verkið samanstendur af þremur þríhyrningslaga IKEA-hillum sem raðað er í nákvæmum hornum og fylltum af 2.470 mjúkum lundaböngsum eða mjúkdýrum. Hönnunin kallar vísvitandi fram sjónrænt tungutak minjagripaverslana. Þríhyrningarnir tákna þrjár grunnstoðir íslensks efnahagslífs: sjávarútveg, ferðaþjónustu og listir. Í miðju verksins stendur lundinn sjálfur– áður algengur sjófugl við bjargbrúnir Norður-Atlandshafsins, nú orðinn síendurtekið táknÍslands á lyklakyppum, bolum og mjúkdýrum sem fylla miðbæ Reykjavíkur.

Lundinn birtist fyrst Huldu Rósar árið 2006, fjórum árum áður en myndir af eldgosinu í Eyjafjallajökli fóru að dreifast um heiminn og kveiktu áhuga á íslenskri náttúru og og varð til þess að ferðamönnum fjölgaði hratt. Í verkum hennar kemur lundinn endurtekið fyrir, en merking hans hefur þróast með tímanum. Í gjörningnum Artist as a Puffin frá árinu 2006 rannsakaði listakonan, í lundabúningi, menningarlega sjálfsmynd Íslendinga og fyrstu stig þjóðernisímyndar Íslands, með leikandi kaldhæðni. Árið 2014 varð tóninn dekkri í Material Puffin, þar sem lundi ráfar um hafnir sem hafa smám saman glatað sínum sérkennum vegna aukinnar markaðsvæðingar. Þannig verður lundinn í raun gestur í sínu eigin landslagi. Í Puffin Shop er umbreytingunni lokið. Lundinn er hvorki persóna né gjörninga tól lengur, hann er einfaldlega bara hlutur, fjöldaframleiddur í Kína.

Verkinu fylgir hljóðverk eftir Joseph Marzolla, samsett úr afbyggðum textabrotum eftir Huldu Rós, upptökum af lundahljóðum og kórsöngs íslensks kórs í Berlín. Hljóðheimurinn er í fyrstu hófstilltur, en verður smám saman síendurtekinn og kallar fram stemningu sem minnir á svokallaða ,,lyftutónlist’’ úr almennings- og verslunarrýmum. Hér er hljóðið þó ekki bakgrunnur heldur verður að sjálfstæðu lagi merkingar. Það veitir mjúkdýrunum rödd og varpar fram áleitinni spurningu: Vita gestir, þar á meðal ferðamenn, yfirhöfuð hvernig lundi hljómar- eða hafa þeir gleymt að hann er lifandi vera?

Puffin Shop varpar fram djúpstæðum spurningum um gildi og uppruna. Lundinn, sem eitt sinn var lifandi og lífleg vera, er nú orðinn eftirlíking eftirlíkingarinnar, tengslalaus í íslensku umhverfi. Það að mjúkdýrið sé fjöldaframleitt erlendis dregur fram kaldhæðnina í því að jafnvel á sjálfu Íslandi eru minjagripir sjaldnast íslenskir að uppruna. Hvað er raunverulega íslenskt við lundann – og hvað merkir íslensk sjálfsmynd þegar hún verður hluti af vélbúnaði markaðsvæðingar ?

Í samhengi sýningarinnar Ný aðföng: Gjafir, endurgerðir og staðgenglar öðlast verkið aukna dýpt. Lundinn er ekki einungis tákn þjóðernisklisja eða kitsch, heldur einnig dæmi um menningarlegt eignarnám. Á síðustu árum hefur lundinn í auknum mæli verið tengdur við vistfræðilegar ógnir, þar sem stofnar hans hafa hríðfallið vegna loftlagsbreytinga og mannlegra athafna. Ferðaþjónustan, sem eitt sinn hjálpaði lundanum í sviðsljósið, stuðlar nú að hnignunhans. Kaldhæðnin er augljós og sker sig úr – hljóðlát en ógvænleg.

Hversu margir lundar þurfa að verða til áður en við hættum að sjá hvað þeir eitt sinn voru?

Meðfylgjandi mynd er af verki Huldu Rósar og tekin á sýningunni Ný aðföng: Gjafir, endurgerðir og staðgenglar af Sisters Lumiére.