12.05.2021

Fréttir

Á uppstigningardag mun bókabúðin í fremra rými safnsins vera undirlögð af nýrri útfærslu listamannarekna rýmisins 002 Gallerí. Í galleríinu munu Claudia Hausfeld, Hildigunnur Birgisdóttir og Elín Anna Þórisdóttir sýna ný verk. 002 Gallerí var áður staðsett á heimili stofnanda þess, Birgis Sigurðssonar, í íbúð 002 í Þúfubarði 17 í Hafnarfirði. Nú hefur Birgir endurgert sýningarrýmið í töluvert smækkaðri mynd og býður nokkrum listamönnum sem áður sýndu hjá honum að endurtaka leikinn.

Viðburðurinn hefst 12:00 og boðið verður upp á léttar veitingar að hætti 002 Gallerís. Sjón er sögu ríkari og við minnum gesti á persónubundnar sóttvarnir. 

Fremra rými safnsins er gjarnan notað undir viðburði sem fulltrúar safnsins skipuleggja og sjá um. Þar ber einna helst að nefna Lestrarfélag Nýló, en rýmið hefur líka verið notað til að frumsýna bókverk, kvikmyndasýningar, fyrirlestra og fleira í þeim dúr.

Á uppstigningardag mun bókabúðin í fremra rými safnsins vera undirlögð af nýrri útfærslu listamannarekna rýmisins 002 Gallerí. Í galleríinu munu Claudia Hausfeld, Hildigunnur Birgisdóttir og Elín Anna Þórisdóttir sýna ný verk. 002 Gallerí var áður staðsett á heimili stofnanda þess, Birgis Sigurðssonar, í íbúð 002 í Þúfubarði 17 í Hafnarfirði. Nú hefur Birgir endurgert sýningarrýmið í töluvert smækkaðri mynd og býður nokkrum listamönnum sem áður sýndu hjá honum að endurtaka leikinn.

Viðburðurinn hefst 12:00 og boðið verður upp á léttar veitingar að hætti 002 Gallerís. Sjón er sögu ríkari og við minnum gesti á persónubundnar sóttvarnir. 

Fremra rými safnsins er gjarnan notað undir viðburði sem fulltrúar safnsins skipuleggja og sjá um. Þar ber einna helst að nefna Lestrarfélag Nýló, en rýmið hefur líka verið notað til að frumsýna bókverk, kvikmyndasýningar, fyrirlestra og fleira í þeim dúr.