Kosið er um fjögur sæti í aðalstjórn til tveggja ára. Eftirfarandi níu framboð hafa borist:

Kosið er um fjögur sæti í aðalstjórn til tveggja ára. Eftirfarandi níu framboð hafa borist:

Daníel Ágúst Ágústsson

Daníel Ágúst Ágústsson heiti ég og bíð mig fram í aðalstjórn Nýlistasafnsins. Ég útskrifaðist sem myndlistarmaður frá Listaháskóla Íslands árið 2020. Eftir útskrift sýndi ég á samsýningunni Rúllandi snjóbolta á Djúpavogi og tók þátt í sýningunni Splæsa á Neskaupstað. í lok árs 2020 var mér síðan boðin stjórnarstaða í Kling&Bang.

Ég sýndi verk á Ljósabasarnum árið 2019 og kolféll þar með fyrir starfsemi Nýlistasafnsins og allra helst því fólki sem kemur þar að. Það væri sannur heiður að fá að vera partur af þeim góða hóp og geta tekið virkan þátt í framtíðar mótun safnsins, og eflaust slatta af spartl og málningarvinnu.

Daníel Reuter

Kæru fulltrúar og kæra stjórn Nýló,

Síðastliðið ár sem varastjórnarmaður í Nýlistasafninu  hefur verið mér verðmætt. Ég trui því staðfastlega að safnið hafa einstaka og nauðsynlega stöðu innan íslensks listalífs, bæði sem kraftmikill vettvangur fyrir íslenska listamenn og brú yfir til listamanna erlendis frá. Þess vegna býð ég mig fram í annað sinn, nú í aðalstjórn Nýló. Ég vona að þið deilið áhuga mínum með mér. Ég bý á Íslandi en starfa og sýni mikið erlendis, og tel þannig að ég leggi mikið til safnsins, og þá sérstaklega þegar takmarkanir í kringum heimsfaraldurinn fara að mýkjast, og samstarf með beinum hætti verður mögulegt á ný.

Kær kveðja, Daniel Reuter

Guðlaug Mía Eyþórsdóttir

Guðlaug Mía Eyþórsdóttir (f. 1988) lauk BA í myndlist frá Listaháskóla Íslands 2012 og MA frá Konunglegu akademíunni í Gent, Belgíu 2018. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hérlendis og erlendis. 

Á mínum myndlistarferli hef ég komið að ýmsum verkefnum, stofnaði sýningarrýmin Kunstschlager í Reykjavík og ABC Klubhuis í Antwerpen, Belgíu í samstarfi við aðra listamenn á árunum 2012-2019, hef fengist við myndlistarútgáfu í verkefnunum Gamli Sfinxinn og ABC Book Klub og rannsakað heimildir um íslenska myndlistarmenn í verkefninu Blái vasinn. 

Ég tel að reynsla mín geti komið að góðum notum í Nýlistasafninu og hefði sanna ánægju af því að starfa með ykkur kæru fulltrúar.

Claire Paugam

Claire Paugam er frönsk listakona (f.1991) með aðsetur í Reykjavík. Hún er viðtakandi hvatningarverðlauna myndlistasjóðs (2020) og vinnur þverfaglega. . Síðan hún útskrifaðist úr MFA-námi Listaháskóla Íslands 2016, hefur Claire haldið sýningar víða á Íslandi og erlendis svo sem á Moskvutvíæringnum fyrir unga listamenn (2016), á Ljósmyndahátíð Íslands í Gerðasafni (2018) og D-sals sýningu í Hafnarhúsinu (september 2021).


Árið 2019 tók Claire sæti í stjórn Nýlistasafnsins.

Margrét Dúa Landmark

Margrét útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2020, með viðkomu í KABK í Hollandi. Sem myndlistarkona vinnur hún í hinum ýmsu miðlum á borð við skúlptúr, gjörning og vídeó. Verk Margrétar raungera tengslin á milli þversagnakennds eðli ídelískra hugmynda og hins gegnheila áþreifanlega raunheims og verða útkomunar oft ómögulegar. Margrét hefur sýnt á tveimur sýningum síðan hún útskrifaðist, annars vegar á Rúllandi Snjóbolti 13 á Djúpavogi og Dýpsta sæla og sorgin þunga í Kling og Bang. 

Margrét stefnir á framhaldsnám í sögulegri fornleifafræði við Háskóla Íslands í haust. 

Sara Björg Bjarnadóttir

Sara Björg útskrifaðist úr myndlistardeild LHÍ árið 2015 og fór í kjölfarið í starfsnám hjá listamanninum Markus Zimmermann í Berlín. Í verkum sínum kannar Sara samband efnis, leiks og líkama, sem birtist í ýmsum miðlum en er alltaf háð rými. Hún hefur mikla reynslu af uppsetningu sýninga, er góð í samvinnu, handlagin, skipulögð og frjór textasmiður bæði á íslensku og á ensku. 

Sara hefur fjölbreyttan bakgrunn, ólst annars vegar upp á Akureyri og hins vegar í Kanada og hefur starfað sem myndlistarmaður, söngkona og landvörður á Íslandi og í Berlín síðastliðin ár. Hún mun stunda nám í heimspeki í HÍ í haust og er tilbúin til að setja stjórnarstörfin í forgang.  

Verk og CV - www.sarabjorg.com

Snæbjörn Brynjarsson

Ég vil leggja mitt af mörkum við að efla Nýló og sé fyrir mér marga möguleika fyrir okkur, og lýst vel á samstarf með öllum formannsframbjóðendum, þó ég hafi sérstakt dálæti á framboði Freyju.
Hér er reynsla sem ég tel get nýst:
Stofnaði og rak menningarrýmið Midpunkt síðastliðin þrjú ár.
Hef setið í stjórn Neytendasamtakanna, og er nú ritari þeirra.
Hef setið í stjórn hollnemafélags LHÍ.
Trúi á mátt gjörningalistarinnar.

Þorsteinn Eyfjörð

Þorsteinn Eyfjörð Þórarinsson [f.1995] er mynd – og tónlistamaður sem starfar og býr í Reykjavík. Í dag vinnur hann jöfnum höndum við tónlistarsköpun og hljóðverk þvert á listmiðla. 

Þar má nefna verkið Synergy ásamt listakonunni Katerinu Blahutova. Verkið er gagnvirk AR innsetning sem hlaut 1stu verðlaun á Vetrarhátíð Reykjavíkur; hljóðhönnun fyrir vídjóverkið Freeze Frame eftir Hrafnkel Sigurðsson myndlistarmann;  hljóðhönnun fyrir kvikmyndina Stray eftir Jonas Brinker sem nú er til sýnis á Berghain tónleikastaðnum í Berlín, sem partur af sýningu Boros Collection og Berghain Bar. 

Þorsteinn situr í stjórn Nýlistasafnsins og í fagráði listahátíðarinnar Sequences Festival.

Vala Pálsdóttir


Ég býð mig fram í stjórn Nýló því ég tel að reynsla og þekking mín muni nýtast safninu sem og myndlistarmönnum. Ég er að ljúka fyrra ári í sýningargerð við LHÍ. Ég tók fyrst þátt í sýningu á Nýló 1998, Flögð og fögur skinn en myndlistaráhugi hefur alltaf fylgt mér. Ég lauk viðskiptafræði frá HR og hef starfað víða m.a. RÚV og Íslandsbanka. Ég lærði listfræði við HÍ en gerði hlé á náminu þegar ég flutti til Buenos Aires og síðar Boston. Ég nam fjölmiðlafræði á meistarastigi við Harvard og útskrifaðist með meistaragráðu í markaðssamskiptum frá Emerson College 2016.


Daníel Ágúst Ágústsson

Daníel Ágúst Ágústsson heiti ég og bíð mig fram í aðalstjórn Nýlistasafnsins. Ég útskrifaðist sem myndlistarmaður frá Listaháskóla Íslands árið 2020. Eftir útskrift sýndi ég á samsýningunni Rúllandi snjóbolta á Djúpavogi og tók þátt í sýningunni Splæsa á Neskaupstað. í lok árs 2020 var mér síðan boðin stjórnarstaða í Kling&Bang.

Ég sýndi verk á Ljósabasarnum árið 2019 og kolféll þar með fyrir starfsemi Nýlistasafnsins og allra helst því fólki sem kemur þar að. Það væri sannur heiður að fá að vera partur af þeim góða hóp og geta tekið virkan þátt í framtíðar mótun safnsins, og eflaust slatta af spartl og málningarvinnu.

Daníel Reuter

Kæru fulltrúar og kæra stjórn Nýló,

Síðastliðið ár sem varastjórnarmaður í Nýlistasafninu  hefur verið mér verðmætt. Ég trui því staðfastlega að safnið hafa einstaka og nauðsynlega stöðu innan íslensks listalífs, bæði sem kraftmikill vettvangur fyrir íslenska listamenn og brú yfir til listamanna erlendis frá. Þess vegna býð ég mig fram í annað sinn, nú í aðalstjórn Nýló. Ég vona að þið deilið áhuga mínum með mér. Ég bý á Íslandi en starfa og sýni mikið erlendis, og tel þannig að ég leggi mikið til safnsins, og þá sérstaklega þegar takmarkanir í kringum heimsfaraldurinn fara að mýkjast, og samstarf með beinum hætti verður mögulegt á ný.

Kær kveðja, Daniel Reuter

Guðlaug Mía Eyþórsdóttir

Guðlaug Mía Eyþórsdóttir (f. 1988) lauk BA í myndlist frá Listaháskóla Íslands 2012 og MA frá Konunglegu akademíunni í Gent, Belgíu 2018. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hérlendis og erlendis. 

Á mínum myndlistarferli hef ég komið að ýmsum verkefnum, stofnaði sýningarrýmin Kunstschlager í Reykjavík og ABC Klubhuis í Antwerpen, Belgíu í samstarfi við aðra listamenn á árunum 2012-2019, hef fengist við myndlistarútgáfu í verkefnunum Gamli Sfinxinn og ABC Book Klub og rannsakað heimildir um íslenska myndlistarmenn í verkefninu Blái vasinn. 

Ég tel að reynsla mín geti komið að góðum notum í Nýlistasafninu og hefði sanna ánægju af því að starfa með ykkur kæru fulltrúar.

Claire Paugam

Claire Paugam er frönsk listakona (f.1991) með aðsetur í Reykjavík. Hún er viðtakandi hvatningarverðlauna myndlistasjóðs (2020) og vinnur þverfaglega. . Síðan hún útskrifaðist úr MFA-námi Listaháskóla Íslands 2016, hefur Claire haldið sýningar víða á Íslandi og erlendis svo sem á Moskvutvíæringnum fyrir unga listamenn (2016), á Ljósmyndahátíð Íslands í Gerðasafni (2018) og D-sals sýningu í Hafnarhúsinu (september 2021).


Árið 2019 tók Claire sæti í stjórn Nýlistasafnsins.

Margrét Dúa Landmark

Margrét útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2020, með viðkomu í KABK í Hollandi. Sem myndlistarkona vinnur hún í hinum ýmsu miðlum á borð við skúlptúr, gjörning og vídeó. Verk Margrétar raungera tengslin á milli þversagnakennds eðli ídelískra hugmynda og hins gegnheila áþreifanlega raunheims og verða útkomunar oft ómögulegar. Margrét hefur sýnt á tveimur sýningum síðan hún útskrifaðist, annars vegar á Rúllandi Snjóbolti 13 á Djúpavogi og Dýpsta sæla og sorgin þunga í Kling og Bang. 

Margrét stefnir á framhaldsnám í sögulegri fornleifafræði við Háskóla Íslands í haust. 

Sara Björg Bjarnadóttir

Sara Björg útskrifaðist úr myndlistardeild LHÍ árið 2015 og fór í kjölfarið í starfsnám hjá listamanninum Markus Zimmermann í Berlín. Í verkum sínum kannar Sara samband efnis, leiks og líkama, sem birtist í ýmsum miðlum en er alltaf háð rými. Hún hefur mikla reynslu af uppsetningu sýninga, er góð í samvinnu, handlagin, skipulögð og frjór textasmiður bæði á íslensku og á ensku. 

Sara hefur fjölbreyttan bakgrunn, ólst annars vegar upp á Akureyri og hins vegar í Kanada og hefur starfað sem myndlistarmaður, söngkona og landvörður á Íslandi og í Berlín síðastliðin ár. Hún mun stunda nám í heimspeki í HÍ í haust og er tilbúin til að setja stjórnarstörfin í forgang.  

Verk og CV - www.sarabjorg.com

Snæbjörn Brynjarsson

Ég vil leggja mitt af mörkum við að efla Nýló og sé fyrir mér marga möguleika fyrir okkur, og lýst vel á samstarf með öllum formannsframbjóðendum, þó ég hafi sérstakt dálæti á framboði Freyju.
Hér er reynsla sem ég tel get nýst:
Stofnaði og rak menningarrýmið Midpunkt síðastliðin þrjú ár.
Hef setið í stjórn Neytendasamtakanna, og er nú ritari þeirra.
Hef setið í stjórn hollnemafélags LHÍ.
Trúi á mátt gjörningalistarinnar.

Þorsteinn Eyfjörð

Þorsteinn Eyfjörð Þórarinsson [f.1995] er mynd – og tónlistamaður sem starfar og býr í Reykjavík. Í dag vinnur hann jöfnum höndum við tónlistarsköpun og hljóðverk þvert á listmiðla. 

Þar má nefna verkið Synergy ásamt listakonunni Katerinu Blahutova. Verkið er gagnvirk AR innsetning sem hlaut 1stu verðlaun á Vetrarhátíð Reykjavíkur; hljóðhönnun fyrir vídjóverkið Freeze Frame eftir Hrafnkel Sigurðsson myndlistarmann;  hljóðhönnun fyrir kvikmyndina Stray eftir Jonas Brinker sem nú er til sýnis á Berghain tónleikastaðnum í Berlín, sem partur af sýningu Boros Collection og Berghain Bar. 

Þorsteinn situr í stjórn Nýlistasafnsins og í fagráði listahátíðarinnar Sequences Festival.

Vala Pálsdóttir


Ég býð mig fram í stjórn Nýló því ég tel að reynsla og þekking mín muni nýtast safninu sem og myndlistarmönnum. Ég er að ljúka fyrra ári í sýningargerð við LHÍ. Ég tók fyrst þátt í sýningu á Nýló 1998, Flögð og fögur skinn en myndlistaráhugi hefur alltaf fylgt mér. Ég lauk viðskiptafræði frá HR og hef starfað víða m.a. RÚV og Íslandsbanka. Ég lærði listfræði við HÍ en gerði hlé á náminu þegar ég flutti til Buenos Aires og síðar Boston. Ég nam fjölmiðlafræði á meistarastigi við Harvard og útskrifaðist með meistaragráðu í markaðssamskiptum frá Emerson College 2016.