Alls hafa borist fjögur framboð til formanns Nýlistasafnsins og gefa  Freyja Eilíf,  Helena Aðalsteinsdóttir, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, og Sunna Ástþórsdóttir kost á sér. Formaður er kosinn til eins árs. Hér á eftir fara upplýsingar um þær og þar á eftir er sýn þeirra og stefna fyrir safnið kynnt.

Alls hafa borist fjögur framboð til formanns Nýlistasafnsins og gefa  Freyja Eilíf,  Helena Aðalsteinsdóttir, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, og Sunna Ástþórsdóttir kost á sér. Formaður er kosinn til eins árs. Hér á eftir fara upplýsingar um þær og þar á eftir er sýn þeirra og stefna fyrir safnið kynnt.

Freyja Eilíf

Freyja Eilíf (f. 1986) útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskólans árið 2014 og hefur unnið við eigin listsköpun og sýningarstjórn síðan þá, ásamt því að hafa starfrækt sýningarýmið Ekkisens í Þingholtunum, sem hýsti rúmlega 100 sýningar á árunum 2014 - 2019. Í sama húsnæði opnaði hún Skynlistasafnið árið 2019 sem er sýningarstýrt rými og vinnustofa. 

Út frá starfi sínu sem eigandi Ekkisens og Skynlistasafnsins hefur Freyja Eilíf haldið utan um fjölmörg samsýningarverkefni í Reykjavík, á landsbyggðinni og líka í Evrópu og Bandaríkjunum m.a. í HilbertRaum í Berlín, Durden & Ray í Los Angeles, DZIALDOV í Berlín, Two Queens í Leicester og Metropol í Tallinn. Þá hefur hún einnig tekið þátt í Supermarket Art Fair í Stokkhólmi og í OPAF listamessunni í San Pedro, Kaliforníu.

Árið 2016 var Freyja Eilíf var handhafi Tilberans, verðlauna fyrir hugrekki og atorkusemi á sviði myndlistar. Hún hefur hlotið starfslaunastyrki úr sjóði listamannalauna og dvalið í vinnustofudvölum á vegum Cité des arts í París, Frakklandi, Fylkeskultursenter í Tromsö, Noregi, Kunstnerhuset í Lofoten, Noregi, Kunstlerhaus FRISE í Hamborg, Þýskalandi og SÍM í Berlín.

Meðfram listsköpun sinni hefur hún meðal annars starfað sem tæknimaður í Listasafni Reykjavíkur, við kennslu á fornáms- og sjónlistabraut í Myndlistarskóla Reykjavíkur og sem gestakennari í The Vilnius Academy of Art. 

Nánari upplýsingar: http://www.freyjaeilif.com/ferilskra-cv/

Jóna Hlíf Halldórsdóttir

Jóna Hlíf hefur umfangsmikla reynslu af myndlistarstörfum og stjórnun í myndlist en hún hefur verið sjálfstætt starfandi myndlistarmaður frá 2006, formaður Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík (2011-2013), formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna (2014-2018) og forstöðumaður Gerðarsafns (2019 - 2021). Hún hefur setið í stjórnum fyrir Skaftfell, Bandalag íslenskra listamanna og Listahátíð í Reykjavík. Jóna Hlíf hefur einnig verið ritstjóri tímaritsins STARA sem hefur að markmiði að efla umræðu og þekkingu á myndlist. 

Jóna Hlíf hefur fest sig í sessi sem viðurkenndur listamaður með staðgóða þekkingu á myndlist, sýningarstjórnun, safnastarfi og listkennslu. Hún er virk á sínum fagvettvangi á alþjóðavísu og hefur haldið fjölda einkasýninga og samsýninga í áhrifamiklum söfnum og sýningarstöðum hérlendis. Verk hennar eru í eigu helstu listasafna á Íslandi og hefur hún fimm sinnum hlotið starfslaun listamanna. 

Jóna Hlíf hefur verið stundakennari hjá Listaháskóla Íslands síðan 2013 og Myndlistaskólanum á Akureyri síðan 2010. Hún hefur unnið sem sjálfstætt starfandi sýningarstjóri meðfram eigin listsköpun. Hún hefur stofnað og rekið gallerí í samstarfi við aðra, Gallerí Box (2005-2009) og Verksmiðjuna á Hjalteyri sem hlaut Eyrarrósina 2016 sem framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. 

Jóna Hlíf útskrifaðist frá fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri 2005, lauk MFA-gráðu frá Glasgow School of Art í Skotlandi 2007 og MA í listkennslu frá Listaháskólanum 2013.


Helena Aðalsteinsdóttir

Helena Aðalsteinsdóttir er sýningarstjóri og listamaður. Síðastliðin tíu ár hefur hún unnið við fjölbreytt störf innan listastofnana, allt frá listamannareknum sýningarrýmum, til safna og menntastofnana. Hún stafar sem sýningarstjóri í Central Saint Martins háskóla í London og hefur nýlega sýningarstýrt sýningu í Kling&Bang. Árið 2017 stofnaði hún sýningarrými í Amsterdam, at7 og sýningarstýrði sýningum þar til 2019. Auk þess er hún ein af stofnendum Laumulistasamsteypunnar, sem er alþjóðleg vinnustofa listamanna í Hrísey. Hún útskrifaðist með BA í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2014, nam MA nám í myndlist í Sandberg Instituut í Amsterdam árið 2015 og lauk MA námi í sýningarstjórnun við Central Saint Martins í London árið 2019. Helena hefur tekið þátt í samsýningum í Harbinger, Nýlistasafninu og á Sequences VIII. Einnig hefur hún sýnt víða í Evrópu og Afríku, t.d. Addis Ababa Video Festival, Partcours listahátíð í Dakar og Art Licks listahátíð í London.
 

Sunna Ástþórsdóttir

Ég heiti Sunna Ástþórsdóttir og býð mig fram til formanns Nýlistasafnsins. Ég er starfandi framkvæmdastjóri safnsins og hef undanfarinn áratug leitt fjölbreytt verkefni í þágu myndlistar bæði hér heima og á erlendum vettvangi. 

Ég útskrifaðist úr listfræði við Kaupmannahafnarháskóla árið 2018 en ég bjó hátt í áratug í Danmörku. Þar vann ég meðal annars sem verkefnastjóri hjá Cph Art Week, Den Frie Udstillingsbygning (sýningarrými í eigu listamanna), Nikolaj Kunsthal, og listamanninum Simon Starling. 

Síðan ég flutti heim til Íslands hef ég starfað hjá Nýló samhliða sjálfstæðri verkefnavinnu og hef látið til mín taka sem sýninga- og verkefnastjóri,  textahöfundur og framleiðandi fyrir listamenn, listamannarekin rými og sýningastofnanir. Þar á meðal eru Listasafn Reykjavíkur, Listaháskóli Íslands, Myndhöggvarafélagið, Artzine, Listahátíð í Reykjavík, Ríkisútvarpið og Samband íslenskra myndlistarmanna. Nú síðast tók ég þátt í stofnun myndlistartímaritsins Myndlist á Íslandi, framundan er sýningarstjórnun fyrir Hjólið 2021 og útskriftarsýningu meistaranema í myndlist. Að auki er ég formaður stjórnar Sequences.

Í Nýló hef ég stýrt daglegum rekstri og skipulagt og stýrt sýningum og verkefnum, til að mynda yfirlitssýningu Ástu Ólafsdóttur og nýlegri samsýningu Ragnheiðar Gestsdóttur, Sindra Leifssonar og Sigrúnar Hrólfsdóttur. Hér hef ég notið mín síðustu 2,5 ár og ber þar hæst tilraunagleðin, frjótt og innihaldsríkt samstarf við listamenn og almenning — eitthvað sem væri spennandi að þróa áfram. 

Freyja Eilíf

Freyja Eilíf (f. 1986) útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskólans árið 2014 og hefur unnið við eigin listsköpun og sýningarstjórn síðan þá, ásamt því að hafa starfrækt sýningarýmið Ekkisens í Þingholtunum, sem hýsti rúmlega 100 sýningar á árunum 2014 - 2019. Í sama húsnæði opnaði hún Skynlistasafnið árið 2019 sem er sýningarstýrt rými og vinnustofa. 

Út frá starfi sínu sem eigandi Ekkisens og Skynlistasafnsins hefur Freyja Eilíf haldið utan um fjölmörg samsýningarverkefni í Reykjavík, á landsbyggðinni og líka í Evrópu og Bandaríkjunum m.a. í HilbertRaum í Berlín, Durden & Ray í Los Angeles, DZIALDOV í Berlín, Two Queens í Leicester og Metropol í Tallinn. Þá hefur hún einnig tekið þátt í Supermarket Art Fair í Stokkhólmi og í OPAF listamessunni í San Pedro, Kaliforníu.

Árið 2016 var Freyja Eilíf var handhafi Tilberans, verðlauna fyrir hugrekki og atorkusemi á sviði myndlistar. Hún hefur hlotið starfslaunastyrki úr sjóði listamannalauna og dvalið í vinnustofudvölum á vegum Cité des arts í París, Frakklandi, Fylkeskultursenter í Tromsö, Noregi, Kunstnerhuset í Lofoten, Noregi, Kunstlerhaus FRISE í Hamborg, Þýskalandi og SÍM í Berlín.

Meðfram listsköpun sinni hefur hún meðal annars starfað sem tæknimaður í Listasafni Reykjavíkur, við kennslu á fornáms- og sjónlistabraut í Myndlistarskóla Reykjavíkur og sem gestakennari í The Vilnius Academy of Art. 

Nánari upplýsingar: http://www.freyjaeilif.com/ferilskra-cv/

Jóna Hlíf Halldórsdóttir

Jóna Hlíf hefur umfangsmikla reynslu af myndlistarstörfum og stjórnun í myndlist en hún hefur verið sjálfstætt starfandi myndlistarmaður frá 2006, formaður Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík (2011-2013), formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna (2014-2018) og forstöðumaður Gerðarsafns (2019 - 2021). Hún hefur setið í stjórnum fyrir Skaftfell, Bandalag íslenskra listamanna og Listahátíð í Reykjavík. Jóna Hlíf hefur einnig verið ritstjóri tímaritsins STARA sem hefur að markmiði að efla umræðu og þekkingu á myndlist. 

Jóna Hlíf hefur fest sig í sessi sem viðurkenndur listamaður með staðgóða þekkingu á myndlist, sýningarstjórnun, safnastarfi og listkennslu. Hún er virk á sínum fagvettvangi á alþjóðavísu og hefur haldið fjölda einkasýninga og samsýninga í áhrifamiklum söfnum og sýningarstöðum hérlendis. Verk hennar eru í eigu helstu listasafna á Íslandi og hefur hún fimm sinnum hlotið starfslaun listamanna. 

Jóna Hlíf hefur verið stundakennari hjá Listaháskóla Íslands síðan 2013 og Myndlistaskólanum á Akureyri síðan 2010. Hún hefur unnið sem sjálfstætt starfandi sýningarstjóri meðfram eigin listsköpun. Hún hefur stofnað og rekið gallerí í samstarfi við aðra, Gallerí Box (2005-2009) og Verksmiðjuna á Hjalteyri sem hlaut Eyrarrósina 2016 sem framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. 

Jóna Hlíf útskrifaðist frá fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri 2005, lauk MFA-gráðu frá Glasgow School of Art í Skotlandi 2007 og MA í listkennslu frá Listaháskólanum 2013.


Helena Aðalsteinsdóttir

Helena Aðalsteinsdóttir er sýningarstjóri og listamaður. Síðastliðin tíu ár hefur hún unnið við fjölbreytt störf innan listastofnana, allt frá listamannareknum sýningarrýmum, til safna og menntastofnana. Hún stafar sem sýningarstjóri í Central Saint Martins háskóla í London og hefur nýlega sýningarstýrt sýningu í Kling&Bang. Árið 2017 stofnaði hún sýningarrými í Amsterdam, at7 og sýningarstýrði sýningum þar til 2019. Auk þess er hún ein af stofnendum Laumulistasamsteypunnar, sem er alþjóðleg vinnustofa listamanna í Hrísey. Hún útskrifaðist með BA í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2014, nam MA nám í myndlist í Sandberg Instituut í Amsterdam árið 2015 og lauk MA námi í sýningarstjórnun við Central Saint Martins í London árið 2019. Helena hefur tekið þátt í samsýningum í Harbinger, Nýlistasafninu og á Sequences VIII. Einnig hefur hún sýnt víða í Evrópu og Afríku, t.d. Addis Ababa Video Festival, Partcours listahátíð í Dakar og Art Licks listahátíð í London.
 

Sunna Ástþórsdóttir

Ég heiti Sunna Ástþórsdóttir og býð mig fram til formanns Nýlistasafnsins. Ég er starfandi framkvæmdastjóri safnsins og hef undanfarinn áratug leitt fjölbreytt verkefni í þágu myndlistar bæði hér heima og á erlendum vettvangi. 

Ég útskrifaðist úr listfræði við Kaupmannahafnarháskóla árið 2018 en ég bjó hátt í áratug í Danmörku. Þar vann ég meðal annars sem verkefnastjóri hjá Cph Art Week, Den Frie Udstillingsbygning (sýningarrými í eigu listamanna), Nikolaj Kunsthal, og listamanninum Simon Starling. 

Síðan ég flutti heim til Íslands hef ég starfað hjá Nýló samhliða sjálfstæðri verkefnavinnu og hef látið til mín taka sem sýninga- og verkefnastjóri,  textahöfundur og framleiðandi fyrir listamenn, listamannarekin rými og sýningastofnanir. Þar á meðal eru Listasafn Reykjavíkur, Listaháskóli Íslands, Myndhöggvarafélagið, Artzine, Listahátíð í Reykjavík, Ríkisútvarpið og Samband íslenskra myndlistarmanna. Nú síðast tók ég þátt í stofnun myndlistartímaritsins Myndlist á Íslandi, framundan er sýningarstjórnun fyrir Hjólið 2021 og útskriftarsýningu meistaranema í myndlist. Að auki er ég formaður stjórnar Sequences.

Í Nýló hef ég stýrt daglegum rekstri og skipulagt og stýrt sýningum og verkefnum, til að mynda yfirlitssýningu Ástu Ólafsdóttur og nýlegri samsýningu Ragnheiðar Gestsdóttur, Sindra Leifssonar og Sigrúnar Hrólfsdóttur. Hér hef ég notið mín síðustu 2,5 ár og ber þar hæst tilraunagleðin, frjótt og innihaldsríkt samstarf við listamenn og almenning — eitthvað sem væri spennandi að þróa áfram. 

Sýn og stefna

Freyja Eilíf

Sælir kæru fulltrúar Nýlistasafnsins. 

Ég, Freyja Eilíf, býð mig fram til formanns Nýlistasafnsins með þá sýn að skapa vettvang utan um þá listrænu breidd sem samtímalist á Íslandi býður upp á í dag. Auðga samtal þvert á kynslóðir með reglulegum tilraunakenndum uppákomum sem fulltrúum stæði til boða að sýna á og taka þátt í. Bjóða upp á viðburði þar sem áherslan er á samtal listamanna og listunnenda í anda lesklúbbsins, en alls ekki einangrað við hann.

Auður Nýlistasafnsins felst að mínu mati í því dýrmæta samtali sem þar hefur átt sér stað í gegnum íslenska listasögu, sem tengir saman hágróður og grasrót, því eitt er ekki til án annars. Þessi sérstaða er bæði dýrmæt og mjög sérstök og að mínu mati bakhjarl íslenskrar samtímalistasenu, uppgangs hennar og eflingar síðastliðin ár, jarðvegurinn sem við erum sprottin úr.

Það er mín sýn að Nýlistasafnið haldi áfram vandaðri sýningastarfsemi undir stjórn listrænna sýningarstjóra en standi einnig fyrir tilraunakenndum sýningum þar sem listamenn skapa viðburði með beinu samtali sínu á milli. Ég trúi því að Nýlistasafnið geti notið sín í því góða húsnæði sem það nú er í, með nálægð við kapítal og aðra liststarfsemi og á sama tíma mótað sína sérstöðu í íslensku myndlistarlandslagi sem sameiningarafl myndlistarfólks á Íslandi. Að eitt þurfi ekki að útiloka annað. 

Ég vil opna Nýlistasafnið inn í meira samtal og samvinnuverkefni á alþjóðavettvangi, gegnum verkefni sem eru mótuð með þeim fulltrúum sem hafa áhuga á að taka þátt í slíkum verkefnum.  

Hvað varðar safneignina þá tel ég rétt að skoða möguleikana sem felast í rafrænni framsetningu, gera starfsemi Nýlistasafnsins aðgengilega á samfélagsmiðlum, leika sér með möguleikana sem felast í listrænni safnafræðslu sem færi fram í gegnum netið, ásamt rafrænu listrænu listamannaspjalli og stækka þannig rými Nýlistasafnsins á alþjóðavefnum. 

Ég vil auka við í nýliðun fulltrúa. Þá myndi ég vilja gera starfsemi og sögu Nýlistasafnsins aðgengilega yngri kynslóðum og ganga úr skugga um að upplýsingar séu að komast til skila til allra fulltrúa um mikilvæg málefni, fundarboð og allt sem þeim stendur þeim til boða að taka þátt í. Þegar ég útskrifaðist úr Listaháskólanum, þá hlakkaði ég til þess að verða félagsmeðlimur í Nýlistasafninu og ég vil standa vörð um að upprennnandi myndlistarfólki líði eins í dag.

Ég hef reynslu að baki sem eigandi sýningarýmis til sjö ára en er í grunninn sjálfstætt starfandi myndlistarkona sem hefur mikla ástríðu og kraft að bjóða inn í samfélagslegt myndlistarlandslag. Ég geri mér grein fyrir sjálfboðavinnunni sem starf í Nýlistasafninu felur í sér og er ekki hrædd við að tækla það. Fyrir þá sem vilja skoða mín fyrri störf, langar mig að benda á mína persónulegu heimasíðu og heimasíðu Skynlistasafnsins:

http://www.freyjaeilif.com

http://www.skynlistasafnid.com

Jóna Hlíf Halldórsdóttir

ALLT FYRIR LISTINA

Á undanförnum árum hafa átt sér stað miklar breytingar hjá Nýlistasafninu. Safnið er orðið viðurkennt safn og starfar í samræmi við siðareglur ICOM. Starfsemin hefur flutt í nýtt og frábært húsnæði og í fyrsta skipti með leigusamning til 15 ára. Hvort tveggja markar ákveðin skil og framundan er að takast á við eina af þversögnunum í lífinu: að halda í ferskleikann þótt maður eldist. Við Nýló vitum bæði tvö hvað það þýðir, enda var safnið stofnað 1978 og ég líka. En það er gott að eldast og það batnar flest með aldrinum.

●      Nýló á áfram að vera fremst safna þegar kemur að samtímalist og vera í fararbroddi hér á landi þegar kemur að því að sýna framúrskarandi, áhugaverða, tilraunakennda, ögrandi og
krefjandi listsköpun.

●      Nýló á að styðja við yngri jafnt sem eldri listamenn og listamenn eiga að upplifa að þeir geti haft áhrif á starfsemi safnsins, að þetta sé safnið þeirra.

●      Nýló á að nýta stöðuna og tækifærin framundan til að tryggja sinn fjárhagslega stöðugleika.

●      Nýló á áfram að vera leiðandi í rannsóknum á frumkvæði listamanna, listamannareknum rýmum og gjörningalist með áframhaldandi heimildasöfnun um þessa þætti  íslenskrar listasögu.

●      Safneign Nýlistasafnsins þarf að vera sýnileg í þeim skilningi að hún sé í senn arfur sem ber að virða og skilja og hvati til að skapa nýja list og vekja áframhaldandi umræður.

 

Mín listræna sýn tekur tillit til þeirra áskorana sem ég tel Nýlistasafnið standa frammi fyrir í dag. Ég vil nýta þennan tímapunkt sem tímabil jákvæðrar spennu, sem aflvaka fyrir næsta kafla í sögu safnsins. Sem stjórnarformaður Nýlistasafnsins vil ég að félagsmenn upplifi að það sé hlustað á þá og að þeir upplifi sig sem heild. Við náum þessu með virku samtali og jafnræði félagsmanna og kynslóða, með því að auka sýnileika á verkum félagsmanna óháð aldri. Til að tryggja þetta tel ég m.a. mikilvægt að Nýló setji aftur af stað Grasrótarsýningar eins og tíðkuðust hér á árum áður. 

Stöðugleiki varðandi fjármögnun safnsins er önnur áskorun og því miður þekkt stærð í menningarstarfi. Heimsfaraldurinn kann að leiða af sér efnahagskreppu og framundan eru ár þar sem slíkum áskorunum mun fjölga til muna. Sem stjórnarformaður vil ég miðla þeirri þekkingu sem ég öðlaðist sem formaður SÍM sem meðal annars skilaði árangri í herferðinni Við borgum myndlistarmönnum. Ég vil nýta yfirgripsmikla reynslu mína þegar kemur að umsóknum í styrkjakerfi hér á landi sem og erlendis til að vinna að fjármögnun safnsins. Ég vil leggja áherslu á að auka sýnileikann, efla safnbúðina og nýta rými safnsins til að laða að fleiri gesti. Ég tel að slík nálgun skili sér í breiðara samtali við þá aðila sem munu koma að fjármögnun safnsins, hvort sem það er ríki, borg eða einstaklingar.

Heilbrigð umgjörð myndlistar og góður rekstur safns eru nauðsynlegir þættir af áhugaverðri og framsækinni menningarstarfsemi. Arfur Nýlistasafnsins og sögunnar geta verið þungur eins og arfleifð oft er, en hann býr einnig yfir innblæstri og lífæð svo safnið megi vera lifandi vettvangur.  

Ég tel að mín þekking, reynsla, frumkvæði, framkvæmdagleði, húmor og heiðarleiki muni nýtast vel  bjartri framtíð Nýlistasafnsins.

Jóna Hlíf Halldórsdóttir, myndlistarkona og frambjóðandi til formanns Nýlistasafnsins. 


Helena Aðalsteinsdóttir

Með mikilli ánægju býð ég mig fram sem formann stjórnar Nýlistasafnsins. Reynsla mín bæði sem myndlistarkona og sýningarstýra gefur mér einstakt sjónarhorn sem mun nýtast vel í hlutverkinu. Með skarpa framtíðarsýn, stórt hjarta og sjálfbæran hugsunarhátt, tel ég mig vel í stakk búna til þess taka við og halda áfram arfleifð Nýlistasafnsins sem listamannarekið safn.

Nýlistasafnið hefur farið í gegnum miklar breytingar, enda er mikilvægt að safnið sé í stöðugri sjálfsrýni og stilli markvisst stefnuna til þess staðna ekki. Eitt af hlutverkum Nýlistasafnsins er að vera næring fyrir virka listamenn og félagsmenn. Til þess þarf safnið að vera virkur þátttakandi í straumum og stefnum í myndlist. Það eru stöðugt nýjar áskoranir og tækifæri sem við stöndum frammi fyrir og hlutverk Nýlistasafnsins er m.a. að svara þeim.

  1. Það er mikilvægt að Nýlistasafnið haldi áfram að vera rými sem hvetur til tilraunakenndra starfshátta í Listum. Rýmið á að vera staður sem leyfir sér að spyrja stórra, erfiðra, lítilla sem og vandræðalegra spurninga.
  2. Auðga fjölbreytileika í sýningarhaldi og vera virk í að bjóða einstaklingum með ólíka menningar- og reynsluheim úr íslensku samfélagi að taka þátt í dagskrárgerð safnsins, með það að markmiði að sporna gegn menningarlegri aðgreiningu í samfélaginu. Ég tel það samfélagsleg skylda Nýlistasafnsins að endurspegla fjölbreytileika í myndlist á Íslandi.
  3. Efla alþjóðlegt samstarf listamanna, sýningarrýma og sýningarstjóra.
  4. Skapa rými til umræðu. Lestrarhópur Nýló er t.d. frábært dæmi um slíkt umræðu-rými og er innblástur fyrir fleiri viðburði sem kanna inntak sýninga.
  5. Kryfja heimildasöfn og safneign Nýlistasafnsins í gegnum sjónauka fræðimanna og listamanna með það að leiðarljósi bæði að varðveita fortíðina og setja hana í samhengi við samtímann og mótun framtíðar.

Ég mun leggja sérstaka áherslu á unga listamenn og listamenn sem ögra mörkum listrænna viðmiða, hvetja til tilraunamennsku og taka áhættu.

Mig langar til að efla tengsl erlendra sýningarstjóra við íslenska myndlistarsenu, t.d. með því að opna fyrir umsóknir sýningarstjóra til þess að stýra sýningum í safninu. 

Til þess að Nýlistasafnið geti verið næring fyrir listamenn, gesti og alla þá sem að starfsemi þess koma, þarf að stuðla að sjálfbærni í starfi. Í því felst að búa til dagskrá í samhengi við fengið fjármagn og að hafa í huga þarfir listamanna og starfsfólks. Það er mér mikilvægt að komið sé að öllum samskiptum af virðingu og þolinmæði. Safnið þarf að vera aðgengilegt fjölbreyttum hópi fólks og vera miðstöð lista og fræðslu. Tilvalið væri að standa fyrir reglulegum viðburðum, hýsa sjálfsprottna starfsemi félagsmanna sem dýpka efnistök hverrar sýningar.

Hugmynd að aðgengilegri leið til þess að styrkja safnið væri að hefja reglulegt tímarit á vegum safnsins. Þetta stutta tímarit kæmi út nokkrum sinnum á ári og myndi byggjast á samtali milli safneignar og listamanna og fræðimanna. Þetta er spennandi leið til þess að gera safneign Nýlistasafnsins aðgengilega og ná til nýrra stuðningsaðila safnsins í gegnum áskrift. Áskrifendur fengju boð á sýningar og sérstakar leiðsagnir. Þetta væri góð viðbót við fulltrúakerfi safnsins. 

Ég vil halda áfram að leggja áherslu á Nýlistasafnið sem fræðasetur fyrir áhugasama um samtímalist. Efla til frekari samstarfs við háskóla og bjóða deildum að vinna með safneigninni í verkefnum í sýningarstjórnun, safnafræði, listasögu og listkennslu.

Að fá þann heiður að móta stefnu Nýlistasafnsins með hópi af inspírandi stjórnarmeðlimum er verkefni sem gefur mér óþrjótandi hugmyndir og ég mun koma að því með mikilli orku og brennandi áhuga!
 

Sunna Ástþórsdóttir

Kæru fulltrúar Nýló,

Nýlistasafnið er samtal í verki. Við félagar erum hjartað og það er okkar að leiða Nýló þangað sem við viljum fara. Hvar slær púls samtímalistar í dag? En á morgun? Núið er alltaf að líða hjá og Nýló breytist með. Við verðum því stöðugt að skoða í hvaða átt við stefnum.

Ég kem með reynslu, forvitni og drifkraft til Nýló, að sýningum, safneign og öllu þar á milli. Nýló nærir listasenuna, styrkir starfsumhverfi listamanna, bætir í listasöguna, nær til óvæntra hópa og spyr ekki síst spurninga: Ekki endilega til að finna réttu svörin heldur vegna þess að það að spyrja felur í sér forvitni og hreyfingu. 

Sem formaður vil ég leiða saman stjórn og starfsfólk og móta stefnu út frá hlutverki Nýló sem viðurkenndu, listamannareknu safni og sýningarrými. Hér eru nokkur af mínum áhersluatriðum:
 

VIRK ÞÁTTTAKA
Ólík form myndlistar eiga að mætast í Nýló, sömuleiðis listamenn og gestir með ólíkan bakgrunn, þvert á kynslóðir og viðfangsefni. Fyrsta skrefið tókum við síðastliðið haust með því að óska sérstaklega eftir tillögum frá jaðarsettum hópum, og nú er komið að þvi næsta: Hvernig veljum við sýningar? Hvernig söfnum við verkum? Hvaða aðferðum erum við að beita? Hvað getum við gert fyrir þá listamenn sem eru að hefja sinn feril eða setjast hér að? Hvernig höfðum við til fjölbreyttari markhóps?
 

OPIÐ SAMTAL
Ég vil viðhalda virku og opnu samtali við fulltrúa og almenning. Senda út regluleg fréttabréf til fulltrúa, biðja um tillögur í stað þess að bíða eftir þeim. Segja frá safnastarfinu á netmiðlum, nýta nýju heimasíðuna í greinaskrif og virkja samtal við list- og fræðinema. 

SÝNINGAR
Halda áfram að skipuleggja sýningar fram í tímann og veita þannig listamönnum tíma og svigrúm til að vinna að verkum sínum. Ég vil sjá sýningar spretta úr óvæntu samstarfi, listamenn sem eru að taka sín fyrstu skref í bland við reyndari raddir sem hafa ekki heyrst lengi og raddir sem hafa kannski aldrei fengið að hljóma. 

LIFANDI VIÐBURÐIR
Ég vil efla viðburði, fræðslu og örsýningar og setja í samhengi við yfirstandandi sýningar og verkefni í safneign. Þannig er hlúð að þekkingarsköpun, ólíkum hópum safngesta og farið vel með fjármagn og orku starfsfólks. 
 

SAFNEIGN
Gaman væri að taka fram hugmyndina um lifandi safneign að nýju. Bjóða sýningarstjórum, hér og erlendis frá, eða nemendum í sýningagerð að stýra safneignarsýningu. Leiða saman starfandi myndlistarmenn og verk úr safneign.

FJÁRÖFLUN
Skapandi fjáröflunarleiðir eru víða, en þær þarf að framkvæma á forsendum myndlistar.  
Ég vil efla Ljósabasar, endurmóta velunnarakerfið og leita víðar að vinum. Auka rekstrartekjur svo við getum minnkað sjálfboðavinnu. 

Ég vil líka stofna til alþjóðlegs samstarfs og sækja í norræna styrktarsjóði, sem eru hæfilega aðgengilegir fyrir stofnun á hlaupum eins og Nýló.

STOFNUN?
Miðaldra flutti Nýló í Marshallhúsið, og er nú búið að koma sér vel fyrir. Við getum ekki ferðast aftur í tímann og mig grunar að sem samfélag höfum við lítinn áhuga á að gera það. Stofnun safnsins fól í sér rétta spurningu á hárréttum tíma, við skulum hafa hana að leiðarljósi: Hverju eru aðrar stofnanir á Íslandi ekki að sinna? Ég vil byggja samstarfið við fulltrúa, stjórn, starfsfólk og ómissandi sjálfboðaliða safnsins, á þessari spurningu. 

Kær kveðja,
Sunna Ástþórsdóttir

Sýn og stefna

Freyja Eilíf

Sælir kæru fulltrúar Nýlistasafnsins. 

Ég, Freyja Eilíf, býð mig fram til formanns Nýlistasafnsins með þá sýn að skapa vettvang utan um þá listrænu breidd sem samtímalist á Íslandi býður upp á í dag. Auðga samtal þvert á kynslóðir með reglulegum tilraunakenndum uppákomum sem fulltrúum stæði til boða að sýna á og taka þátt í. Bjóða upp á viðburði þar sem áherslan er á samtal listamanna og listunnenda í anda lesklúbbsins, en alls ekki einangrað við hann.

Auður Nýlistasafnsins felst að mínu mati í því dýrmæta samtali sem þar hefur átt sér stað í gegnum íslenska listasögu, sem tengir saman hágróður og grasrót, því eitt er ekki til án annars. Þessi sérstaða er bæði dýrmæt og mjög sérstök og að mínu mati bakhjarl íslenskrar samtímalistasenu, uppgangs hennar og eflingar síðastliðin ár, jarðvegurinn sem við erum sprottin úr.

Það er mín sýn að Nýlistasafnið haldi áfram vandaðri sýningastarfsemi undir stjórn listrænna sýningarstjóra en standi einnig fyrir tilraunakenndum sýningum þar sem listamenn skapa viðburði með beinu samtali sínu á milli. Ég trúi því að Nýlistasafnið geti notið sín í því góða húsnæði sem það nú er í, með nálægð við kapítal og aðra liststarfsemi og á sama tíma mótað sína sérstöðu í íslensku myndlistarlandslagi sem sameiningarafl myndlistarfólks á Íslandi. Að eitt þurfi ekki að útiloka annað. 

Ég vil opna Nýlistasafnið inn í meira samtal og samvinnuverkefni á alþjóðavettvangi, gegnum verkefni sem eru mótuð með þeim fulltrúum sem hafa áhuga á að taka þátt í slíkum verkefnum.  

Hvað varðar safneignina þá tel ég rétt að skoða möguleikana sem felast í rafrænni framsetningu, gera starfsemi Nýlistasafnsins aðgengilega á samfélagsmiðlum, leika sér með möguleikana sem felast í listrænni safnafræðslu sem færi fram í gegnum netið, ásamt rafrænu listrænu listamannaspjalli og stækka þannig rými Nýlistasafnsins á alþjóðavefnum. 

Ég vil auka við í nýliðun fulltrúa. Þá myndi ég vilja gera starfsemi og sögu Nýlistasafnsins aðgengilega yngri kynslóðum og ganga úr skugga um að upplýsingar séu að komast til skila til allra fulltrúa um mikilvæg málefni, fundarboð og allt sem þeim stendur þeim til boða að taka þátt í. Þegar ég útskrifaðist úr Listaháskólanum, þá hlakkaði ég til þess að verða félagsmeðlimur í Nýlistasafninu og ég vil standa vörð um að upprennnandi myndlistarfólki líði eins í dag.

Ég hef reynslu að baki sem eigandi sýningarýmis til sjö ára en er í grunninn sjálfstætt starfandi myndlistarkona sem hefur mikla ástríðu og kraft að bjóða inn í samfélagslegt myndlistarlandslag. Ég geri mér grein fyrir sjálfboðavinnunni sem starf í Nýlistasafninu felur í sér og er ekki hrædd við að tækla það. Fyrir þá sem vilja skoða mín fyrri störf, langar mig að benda á mína persónulegu heimasíðu og heimasíðu Skynlistasafnsins:

http://www.freyjaeilif.com

http://www.skynlistasafnid.com

Jóna Hlíf Halldórsdóttir

ALLT FYRIR LISTINA

Á undanförnum árum hafa átt sér stað miklar breytingar hjá Nýlistasafninu. Safnið er orðið viðurkennt safn og starfar í samræmi við siðareglur ICOM. Starfsemin hefur flutt í nýtt og frábært húsnæði og í fyrsta skipti með leigusamning til 15 ára. Hvort tveggja markar ákveðin skil og framundan er að takast á við eina af þversögnunum í lífinu: að halda í ferskleikann þótt maður eldist. Við Nýló vitum bæði tvö hvað það þýðir, enda var safnið stofnað 1978 og ég líka. En það er gott að eldast og það batnar flest með aldrinum.

●      Nýló á áfram að vera fremst safna þegar kemur að samtímalist og vera í fararbroddi hér á landi þegar kemur að því að sýna framúrskarandi, áhugaverða, tilraunakennda, ögrandi og
krefjandi listsköpun.

●      Nýló á að styðja við yngri jafnt sem eldri listamenn og listamenn eiga að upplifa að þeir geti haft áhrif á starfsemi safnsins, að þetta sé safnið þeirra.

●      Nýló á að nýta stöðuna og tækifærin framundan til að tryggja sinn fjárhagslega stöðugleika.

●      Nýló á áfram að vera leiðandi í rannsóknum á frumkvæði listamanna, listamannareknum rýmum og gjörningalist með áframhaldandi heimildasöfnun um þessa þætti  íslenskrar listasögu.

●      Safneign Nýlistasafnsins þarf að vera sýnileg í þeim skilningi að hún sé í senn arfur sem ber að virða og skilja og hvati til að skapa nýja list og vekja áframhaldandi umræður.

 

Mín listræna sýn tekur tillit til þeirra áskorana sem ég tel Nýlistasafnið standa frammi fyrir í dag. Ég vil nýta þennan tímapunkt sem tímabil jákvæðrar spennu, sem aflvaka fyrir næsta kafla í sögu safnsins. Sem stjórnarformaður Nýlistasafnsins vil ég að félagsmenn upplifi að það sé hlustað á þá og að þeir upplifi sig sem heild. Við náum þessu með virku samtali og jafnræði félagsmanna og kynslóða, með því að auka sýnileika á verkum félagsmanna óháð aldri. Til að tryggja þetta tel ég m.a. mikilvægt að Nýló setji aftur af stað Grasrótarsýningar eins og tíðkuðust hér á árum áður. 

Stöðugleiki varðandi fjármögnun safnsins er önnur áskorun og því miður þekkt stærð í menningarstarfi. Heimsfaraldurinn kann að leiða af sér efnahagskreppu og framundan eru ár þar sem slíkum áskorunum mun fjölga til muna. Sem stjórnarformaður vil ég miðla þeirri þekkingu sem ég öðlaðist sem formaður SÍM sem meðal annars skilaði árangri í herferðinni Við borgum myndlistarmönnum. Ég vil nýta yfirgripsmikla reynslu mína þegar kemur að umsóknum í styrkjakerfi hér á landi sem og erlendis til að vinna að fjármögnun safnsins. Ég vil leggja áherslu á að auka sýnileikann, efla safnbúðina og nýta rými safnsins til að laða að fleiri gesti. Ég tel að slík nálgun skili sér í breiðara samtali við þá aðila sem munu koma að fjármögnun safnsins, hvort sem það er ríki, borg eða einstaklingar.

Heilbrigð umgjörð myndlistar og góður rekstur safns eru nauðsynlegir þættir af áhugaverðri og framsækinni menningarstarfsemi. Arfur Nýlistasafnsins og sögunnar geta verið þungur eins og arfleifð oft er, en hann býr einnig yfir innblæstri og lífæð svo safnið megi vera lifandi vettvangur.  

Ég tel að mín þekking, reynsla, frumkvæði, framkvæmdagleði, húmor og heiðarleiki muni nýtast vel  bjartri framtíð Nýlistasafnsins.

Jóna Hlíf Halldórsdóttir, myndlistarkona og frambjóðandi til formanns Nýlistasafnsins. 


Helena Aðalsteinsdóttir

Með mikilli ánægju býð ég mig fram sem formann stjórnar Nýlistasafnsins. Reynsla mín bæði sem myndlistarkona og sýningarstýra gefur mér einstakt sjónarhorn sem mun nýtast vel í hlutverkinu. Með skarpa framtíðarsýn, stórt hjarta og sjálfbæran hugsunarhátt, tel ég mig vel í stakk búna til þess taka við og halda áfram arfleifð Nýlistasafnsins sem listamannarekið safn.

Nýlistasafnið hefur farið í gegnum miklar breytingar, enda er mikilvægt að safnið sé í stöðugri sjálfsrýni og stilli markvisst stefnuna til þess staðna ekki. Eitt af hlutverkum Nýlistasafnsins er að vera næring fyrir virka listamenn og félagsmenn. Til þess þarf safnið að vera virkur þátttakandi í straumum og stefnum í myndlist. Það eru stöðugt nýjar áskoranir og tækifæri sem við stöndum frammi fyrir og hlutverk Nýlistasafnsins er m.a. að svara þeim.

  1. Það er mikilvægt að Nýlistasafnið haldi áfram að vera rými sem hvetur til tilraunakenndra starfshátta í Listum. Rýmið á að vera staður sem leyfir sér að spyrja stórra, erfiðra, lítilla sem og vandræðalegra spurninga.
  2. Auðga fjölbreytileika í sýningarhaldi og vera virk í að bjóða einstaklingum með ólíka menningar- og reynsluheim úr íslensku samfélagi að taka þátt í dagskrárgerð safnsins, með það að markmiði að sporna gegn menningarlegri aðgreiningu í samfélaginu. Ég tel það samfélagsleg skylda Nýlistasafnsins að endurspegla fjölbreytileika í myndlist á Íslandi.
  3. Efla alþjóðlegt samstarf listamanna, sýningarrýma og sýningarstjóra.
  4. Skapa rými til umræðu. Lestrarhópur Nýló er t.d. frábært dæmi um slíkt umræðu-rými og er innblástur fyrir fleiri viðburði sem kanna inntak sýninga.
  5. Kryfja heimildasöfn og safneign Nýlistasafnsins í gegnum sjónauka fræðimanna og listamanna með það að leiðarljósi bæði að varðveita fortíðina og setja hana í samhengi við samtímann og mótun framtíðar.

Ég mun leggja sérstaka áherslu á unga listamenn og listamenn sem ögra mörkum listrænna viðmiða, hvetja til tilraunamennsku og taka áhættu.

Mig langar til að efla tengsl erlendra sýningarstjóra við íslenska myndlistarsenu, t.d. með því að opna fyrir umsóknir sýningarstjóra til þess að stýra sýningum í safninu. 

Til þess að Nýlistasafnið geti verið næring fyrir listamenn, gesti og alla þá sem að starfsemi þess koma, þarf að stuðla að sjálfbærni í starfi. Í því felst að búa til dagskrá í samhengi við fengið fjármagn og að hafa í huga þarfir listamanna og starfsfólks. Það er mér mikilvægt að komið sé að öllum samskiptum af virðingu og þolinmæði. Safnið þarf að vera aðgengilegt fjölbreyttum hópi fólks og vera miðstöð lista og fræðslu. Tilvalið væri að standa fyrir reglulegum viðburðum, hýsa sjálfsprottna starfsemi félagsmanna sem dýpka efnistök hverrar sýningar.

Hugmynd að aðgengilegri leið til þess að styrkja safnið væri að hefja reglulegt tímarit á vegum safnsins. Þetta stutta tímarit kæmi út nokkrum sinnum á ári og myndi byggjast á samtali milli safneignar og listamanna og fræðimanna. Þetta er spennandi leið til þess að gera safneign Nýlistasafnsins aðgengilega og ná til nýrra stuðningsaðila safnsins í gegnum áskrift. Áskrifendur fengju boð á sýningar og sérstakar leiðsagnir. Þetta væri góð viðbót við fulltrúakerfi safnsins. 

Ég vil halda áfram að leggja áherslu á Nýlistasafnið sem fræðasetur fyrir áhugasama um samtímalist. Efla til frekari samstarfs við háskóla og bjóða deildum að vinna með safneigninni í verkefnum í sýningarstjórnun, safnafræði, listasögu og listkennslu.

Að fá þann heiður að móta stefnu Nýlistasafnsins með hópi af inspírandi stjórnarmeðlimum er verkefni sem gefur mér óþrjótandi hugmyndir og ég mun koma að því með mikilli orku og brennandi áhuga!
 

Sunna Ástþórsdóttir

Kæru fulltrúar Nýló,

Nýlistasafnið er samtal í verki. Við félagar erum hjartað og það er okkar að leiða Nýló þangað sem við viljum fara. Hvar slær púls samtímalistar í dag? En á morgun? Núið er alltaf að líða hjá og Nýló breytist með. Við verðum því stöðugt að skoða í hvaða átt við stefnum.

Ég kem með reynslu, forvitni og drifkraft til Nýló, að sýningum, safneign og öllu þar á milli. Nýló nærir listasenuna, styrkir starfsumhverfi listamanna, bætir í listasöguna, nær til óvæntra hópa og spyr ekki síst spurninga: Ekki endilega til að finna réttu svörin heldur vegna þess að það að spyrja felur í sér forvitni og hreyfingu. 

Sem formaður vil ég leiða saman stjórn og starfsfólk og móta stefnu út frá hlutverki Nýló sem viðurkenndu, listamannareknu safni og sýningarrými. Hér eru nokkur af mínum áhersluatriðum:
 

VIRK ÞÁTTTAKA
Ólík form myndlistar eiga að mætast í Nýló, sömuleiðis listamenn og gestir með ólíkan bakgrunn, þvert á kynslóðir og viðfangsefni. Fyrsta skrefið tókum við síðastliðið haust með því að óska sérstaklega eftir tillögum frá jaðarsettum hópum, og nú er komið að þvi næsta: Hvernig veljum við sýningar? Hvernig söfnum við verkum? Hvaða aðferðum erum við að beita? Hvað getum við gert fyrir þá listamenn sem eru að hefja sinn feril eða setjast hér að? Hvernig höfðum við til fjölbreyttari markhóps?
 

OPIÐ SAMTAL
Ég vil viðhalda virku og opnu samtali við fulltrúa og almenning. Senda út regluleg fréttabréf til fulltrúa, biðja um tillögur í stað þess að bíða eftir þeim. Segja frá safnastarfinu á netmiðlum, nýta nýju heimasíðuna í greinaskrif og virkja samtal við list- og fræðinema. 

SÝNINGAR
Halda áfram að skipuleggja sýningar fram í tímann og veita þannig listamönnum tíma og svigrúm til að vinna að verkum sínum. Ég vil sjá sýningar spretta úr óvæntu samstarfi, listamenn sem eru að taka sín fyrstu skref í bland við reyndari raddir sem hafa ekki heyrst lengi og raddir sem hafa kannski aldrei fengið að hljóma. 

LIFANDI VIÐBURÐIR
Ég vil efla viðburði, fræðslu og örsýningar og setja í samhengi við yfirstandandi sýningar og verkefni í safneign. Þannig er hlúð að þekkingarsköpun, ólíkum hópum safngesta og farið vel með fjármagn og orku starfsfólks. 
 

SAFNEIGN
Gaman væri að taka fram hugmyndina um lifandi safneign að nýju. Bjóða sýningarstjórum, hér og erlendis frá, eða nemendum í sýningagerð að stýra safneignarsýningu. Leiða saman starfandi myndlistarmenn og verk úr safneign.

FJÁRÖFLUN
Skapandi fjáröflunarleiðir eru víða, en þær þarf að framkvæma á forsendum myndlistar.  
Ég vil efla Ljósabasar, endurmóta velunnarakerfið og leita víðar að vinum. Auka rekstrartekjur svo við getum minnkað sjálfboðavinnu. 

Ég vil líka stofna til alþjóðlegs samstarfs og sækja í norræna styrktarsjóði, sem eru hæfilega aðgengilegir fyrir stofnun á hlaupum eins og Nýló.

STOFNUN?
Miðaldra flutti Nýló í Marshallhúsið, og er nú búið að koma sér vel fyrir. Við getum ekki ferðast aftur í tímann og mig grunar að sem samfélag höfum við lítinn áhuga á að gera það. Stofnun safnsins fól í sér rétta spurningu á hárréttum tíma, við skulum hafa hana að leiðarljósi: Hverju eru aðrar stofnanir á Íslandi ekki að sinna? Ég vil byggja samstarfið við fulltrúa, stjórn, starfsfólk og ómissandi sjálfboðaliða safnsins, á þessari spurningu. 

Kær kveðja,
Sunna Ástþórsdóttir