09.09.2020

News

HJARTSLÁTTUR

yfirlitssýning Ástu Ólafsdóttur

Leiðsögn listamanns 

13. september kl. 14

Ásta Ólafsdóttur leiðir gesti um yfirlitssýningu sína í Nýlistasafninu sunnudaginn 13. september kl. 14. Það er ókeypis aðgangur og tekið vel á móti öllum. Leiðsögnin verður á íslensku. 

Sýningin Hjartsláttur leiðir saman verk frá rúmlega fjörutíu ára myndlistarferli Ástu, frá námsárum hennar til dagsins í dag. Öll endurspegla þau á sinn hátt óþreytandi eltingarleik Ástu við fjölbreyttar víddir veruleikans. Þá einkum það sem við getum ekki snert og eigum til að líta framhjá í dagsins önn og amstri. Þögnina, tómið, hljóð og tilfinningar, en líka vald, jafnvægi og aðra menningarheima. Aflgjafa sem skilja eftir sig ummerki. Þá verður augljós sú staðreynd að manneskjan er hluti af stærri heild og náttúran er aldrei langt undan. Hún er stöðug og síbreytileg í senn, traustur ferðafélagi. Eins og listin. 

Ljósmynd með frétt: Vigfús Birgisson

HJARTSLÁTTUR

yfirlitssýning Ástu Ólafsdóttur

Leiðsögn listamanns 

13. september kl. 14

Ásta Ólafsdóttur leiðir gesti um yfirlitssýningu sína í Nýlistasafninu sunnudaginn 13. september kl. 14. Það er ókeypis aðgangur og tekið vel á móti öllum. Leiðsögnin verður á íslensku. 

Sýningin Hjartsláttur leiðir saman verk frá rúmlega fjörutíu ára myndlistarferli Ástu, frá námsárum hennar til dagsins í dag. Öll endurspegla þau á sinn hátt óþreytandi eltingarleik Ástu við fjölbreyttar víddir veruleikans. Þá einkum það sem við getum ekki snert og eigum til að líta framhjá í dagsins önn og amstri. Þögnina, tómið, hljóð og tilfinningar, en líka vald, jafnvægi og aðra menningarheima. Aflgjafa sem skilja eftir sig ummerki. Þá verður augljós sú staðreynd að manneskjan er hluti af stærri heild og náttúran er aldrei langt undan. Hún er stöðug og síbreytileg í senn, traustur ferðafélagi. Eins og listin. 

Ljósmynd með frétt: Vigfús Birgisson