4.30—5.2.2020

Sýningar

Auður Lóa Guðnadóttir, Starkaður Sigurðarson, Geoffrey Hendricks, G.Erla, Karlotta Blöndal ,Ragnheiður Káradóttir, Silfrún Una Guðlaugsdóttir, Steinunn Gunnlaugsdóttir og Vilda Kvist

EINANGRA FAGNA ÚTFÆRA

Við kynnum með stolti vefsýninguna EINANGRA FAGNA ÚTFÆRA sem opnar á morgun, föstudaginn 1. maí kl. 18:00 á sarpur.is. Sýningin spannar verk úr stafrænum safnkosti Nýlistasafnsins og er stýrt af nemendum í myndlist við Listaháskóla Íslands og Listfræði við Háskóla Íslands. Við opnun verður hlekk á sýninguna deilt á facebook viðburði sýningarinnar, ásamt sýningarskrá með frekari upplýsingar um verkin, áhugaverð viðhorf listamannana á umfjöllunarefni sýningarinnar og því sem er að gerast í samfélaginu. Í tilefni af opnuninni verður einnig birt glænýtt vídeóverk eftir Silfrúnu Unu Guðlaugsdóttur á viðburðinum og á instagram síðu Nýlistasafnsins.


Sýningarstjóri

Brák Jónsdóttir Helga Jóakimsdóttir Katrín Björg Gunnarsdóttir Klara Gradtman Odda Júlía Snorradóttir Paula Zvane Sara Björk Hauksdóttir