10.5—10.15.2017

Sýningar

Joan Jonas

Does the Mirror Make the Picture

Nýlistasafnið kynnir með gleði sýningu Joan Jonas – Does the Mirror Make the Picture, í Nýlistasafninu, föstudaginn 6. október á Sequences myndlistarhátíð.

Joan Jonas er heiðurslistamaður Sequences myndlistarhátíða sem haldin verður í áttunda sinn í ár, víðsvegar um Reykjavík.

Ágrip

Síðan á sjötta áratugnum hefur Joan Jonas (f. 1936, New York) skapað nýstárleg verk í marga miðla, sem rannsaka tímatengt skipulag og pólitískt mikilvægi áhorfandans. Í verkum sínum blandar hún saman leikhúsi, dansi, hljóði, texta, teikningum, skúlptúr og vídeó/myndvörpun. Stoðir þeirra eru flöktandi sjálfsmyndir, frásagnartákn og -þræðir sem hafna þó línuleika fyrir hina tvíræðu og brotakenndu sögu.

Jonas er frumkvöðull á sviði vídeólistar. Hún notaði Portapak kvikmyndavélar árið 1970 til að kanna tilfærsluna frá myndavélinni til vörpuninnar yfir á líkamann og í hið lifandi rými. Í nýrri vídeóverkum, gjörningum og innsetningum hefur Jonas oft starfað með tónlistarmönnum og dönsurum, ásamt því að leita til bókmennta og goðsagna í marglaga rannsóknarvinnu sinni.