8.27—10.9.2016

Sýningar

Pál Hauk Björnsson

continuous self beyond the river

Nýlistasafnið býður ykkur á opnun sýningarinnar samfleytt sjálf handan árinnar (merking blámans) með nýjum verkum eftir Pál Hauk Björnsson. Opnun sýningarinnar er laugardaginn 27 ágúst kl. 16:00 í Völvufelli 13 – 21, Reykjavík.

Sýningin mun standa yfir til 9. október.

Ágrip

Páll Haukur Björnsson (f. 1981) býr og starfar í Kaliforníu, Bandaríkjunum. Hann stundaði nám við Listaháskólann, Háskóla Íslands og útskrifaðist með meistaragráðu frá California Institute of the Arts í Los Angeles árið 2013. Páll er einnig hluti af samverunni N-o-NS … e; NSI / c :::: a_L sem gefur út ársrit undir sama heiti í Kaliforníu og víðar.