10.10—11.15.2015

Sýningar

Emil Magnúsarson Borhammar

Art / Work

Nýlistasafnið býður ykkur á opnun sýningarinnar Art / Work með nýjum verkum eftir Emil Magnúsarson Borhammar.

Stundum safna ég steinum eða elgsskít. Stundum þræði ég í gegnum allar tímarits-greinar se, ég finn um myndlist. Stundum teikna ég. Stundum geng ég í gegnum verslunarmiðstöð með hundinum mínum án þess að hafa hann í ól.

Á sýningu sinni í Nýló mun Emil sýna verk sem hann hefur unnið hér heima á Íslandi og á meðan hann dvaldi í vinnustofu á vegum Iaspis myndlistarsamtakana í Stokkhólmi núna sl. vor og sumar.

Ágrip

Emil Magnúsarson Borhammar lauk meistaragráðu í myndlist frá Konstfack í Stokkhólmi fyrr á þessu ári og útskrifaðist með BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2009. Sem nýlegar sýningar og verkefni má nefna Studio 17 í Husby Konsthall, ABF-Huset, Skövde kulturhus, Skövde Konstmuseum, Listasafnið í Gautaborg, Borgarbókasafnið I Gautaborg, Liljevalchs’ Spring Salon og Skaraborgssalongen.