11.28.2019

Fréttir

Nýlistasafnið kynnir með mikilli ánægju Örnu Óttarsdóttur sem næsta „Vinir Nýló“ listamann safnsins, 2019/2020.

Ár hvert fær Nýlistasafnið framúrskarandi listamann til að skapa verk í 40 eintökum, sem vinir Nýló fá í þakklætisskyni frá safninu.
Hér má lesa nánar um Vini Nýló.

Arna Óttarsdóttir (f. 1986) útskrifaðist árið 2009 frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Hún hefur undanfarin ár helgað sig vefnaði og myndmálið sækir hún í hversdagsleikann, skissubækur sínar, og helgast valið ekki af fágaðri útfærslu frummyndarinnar, heldur frekar mögleika þess til frekari tilrauna og úrvinnslu.

Þann 5. desember 2019, 18:00- 20:00, mun Arna leggja lokahönd á verkin í Nýlistasafninu, allir velkomnir á viðburðinn.

Nýlistasafnið kynnir með mikilli ánægju Örnu Óttarsdóttur sem næsta „Vinir Nýló“ listamann safnsins, 2019/2020.

Ár hvert fær Nýlistasafnið framúrskarandi listamann til að skapa verk í 40 eintökum, sem vinir Nýló fá í þakklætisskyni frá safninu.
Hér má lesa nánar um Vini Nýló.

Arna Óttarsdóttir (f. 1986) útskrifaðist árið 2009 frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Hún hefur undanfarin ár helgað sig vefnaði og myndmálið sækir hún í hversdagsleikann, skissubækur sínar, og helgast valið ekki af fágaðri útfærslu frummyndarinnar, heldur frekar mögleika þess til frekari tilrauna og úrvinnslu.

Þann 5. desember 2019, 18:00- 20:00, mun Arna leggja lokahönd á verkin í Nýlistasafninu, allir velkomnir á viðburðinn.