5.16.2015

Sýningar

Steinunn Gunnlaugsdóttir

AND - a performance by Steinunn Gunnlaugsdóttir

Verkið OG býður í fjöruga kökuveislu í Nýlistasafninu, laugardaginn 16. maí, þar sem alræmd hugtök halda uppi góða skapinu og gómsæt samtenging verður á boðstólum.

Krakkar á öllum aldri eru sérstaklega velkomnir!

Sýningin / gjörningurinn / tónleikarnir er hluti af dagskrá 29. Listahátíðar í Reykjavík 2015.

Kökuveislan hefst tímanlega kl 13:00 og stendur eingöngu yfir í 30 mínútur.

Fyrstir koma, fyrstir fá!

Ágrip

Steinunn Gunnlaugsdóttir fæddist á Íslandi árið 1983. Hún fæst við list og notar ýmsar aðferðir og miðla í verkum sínum t.d. teikningu, myndbönd, ljósmyndir, skúlptúra og gjörninga.

Kjarninn í verkum Steinunnar eru tilvistar átök innra með hverri mannskepnu og átök hennar við allar þær ytri formgerðir og kerfi sem umkringja hana.

Heimasíða: www.sackofstones.com