5.8—5.30.2021

Sýningar

Auður Aðalsteinsdóttir, Brian Wyse, Helen Svava Helgadóttir, Romain Causel

Aldrei endir

Ár hvert gefst einstakt tækifæri til að sjá heiminn nýjum augum — í gegnum skynbragð og sjónarhorn þeirra listamanna sem hafa nýlokið meistaranámi í myndlist við Listaháskóla Íslands. Útskriftarsýningin er margradda og ólgandi, en aldrei eins og sýningin árið áður. Hverju sinni glíma nýir listamenn við rýmið og verkin á sýningunni skapa innbyrðis tengingar, kallast eða rekast á. Sýningin hreyfist með tímanum og viðfangsefni sýnenda endurspegla umheiminn þá stundina. Þessi viðburður er aldrei endastöð, heldur svipmynd af lengra uppgötvunarferli sem heldur áfram eftir útskrift og hófst jafnvel á undan formlegri menntun sýnenda: Það að vera og verða listamaður.


Sýningarstjóri

Sunna Ástþórsdóttir