1.22.2019

Fréttir

Fimmtudagur 8. febrúar kl. 20
Leiðsögn Bjarka Bragasonar um sýninguna ÞRJÚÞÚSUND OG NÍU ÁR

Velkomin á leiðsögn Bjarka Bragasonar um sýninguna ÞRJÚÞÚSUND OG NÍU ÁR í Nýlistasafninu á Safnanótt, 8. febrúar kl. 20. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Í Nýlistasafninu standa nú yfir tvær sýningar, sýning Bjarka Bragasonar ÞRJÚÞÚSND OG NÍU ÁR og sýning Kolbeins Huga Cryptopia One: A Beginning Is A Very Delicate Time. Báðar sýningarnar beina sjónum okkar að náttúrunni og nærumhverfinu og rannsaka samband mannsins við umhverfi sitt, fólk og hluti í fortíð og nútíð. Listamennirnir beita þó afar ólíkum aðferðum og nálgast viðfangsefnið út frá ólíkum sjónarhornum og aðferðum. Þannig hvíslast verk beggja listamanna á um mismunandi tíma og leiðir til að tengja við og reyna að skilja þann heim sem umlykur okkur.

Sýningar eru opnar til klukkan 22:00 á Safnanótt

Fimmtudagur 8. febrúar kl. 20
Leiðsögn Bjarka Bragasonar um sýninguna ÞRJÚÞÚSUND OG NÍU ÁR

Velkomin á leiðsögn Bjarka Bragasonar um sýninguna ÞRJÚÞÚSUND OG NÍU ÁR í Nýlistasafninu á Safnanótt, 8. febrúar kl. 20. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Í Nýlistasafninu standa nú yfir tvær sýningar, sýning Bjarka Bragasonar ÞRJÚÞÚSND OG NÍU ÁR og sýning Kolbeins Huga Cryptopia One: A Beginning Is A Very Delicate Time. Báðar sýningarnar beina sjónum okkar að náttúrunni og nærumhverfinu og rannsaka samband mannsins við umhverfi sitt, fólk og hluti í fortíð og nútíð. Listamennirnir beita þó afar ólíkum aðferðum og nálgast viðfangsefnið út frá ólíkum sjónarhornum og aðferðum. Þannig hvíslast verk beggja listamanna á um mismunandi tíma og leiðir til að tengja við og reyna að skilja þann heim sem umlykur okkur.

Sýningar eru opnar til klukkan 22:00 á Safnanótt