27.04.2024

16:00—18:00

Viðburðir

Lokahóf: dáðir, draumar og efasemdir

Senn fer að líða að lokum einkasýningar Önnu Hrundar Másdóttur dáðir, draumar og efasemdir. Í tilefni síðustu sýningarhelgarinnar verður boðið til lokahófs laugardaginn 27. apríl kl.16:00 þar sem listamaðurinn verður viðstödd og tekur á móti gestum. Verið hjartanlega velkomin að gleðjast með okkur og fagna lokaspretti sýningarinnar!

„Líklega var fyrsta spurningin sem ég kom með inn í tóman sal Nýlistasafnsins í upphafi, hvernig gætu litir hagað sér í rýminu? Fljótandi, klesstir upp við vegg, fossandi niður glugga eða skríðandi upp með veggjum… Ég hafði keypt oblátu pappír í Allt í köku. Pappírinn er ætur, notaður í kökuskreytingar, stökkur viðkomu en mýkist og skreppur saman ef bleytt er upp í honum. Ég prófaði að bleyta í nokkrum bleikum og festa saman — þá myndaðist einhverskonar þekja eða massi af bleikum lit sem var samt svo léttur á sama tíma. Það var þá sem ég fór að hugsa um að búa til massa með lit, að formgera liti. Þungur appelsínugulur á móti léttum bleikum til dæmis. Bleikur sem hangir yfir þér, appelsínugul hlíð. Umlykjandi litir, yfirþyrmandi jafnvel. Litir sem hafa áhrif á rýmisskynjunina, stækka, minnka, kremja.“ — Anna Hrund, úr sýningardagbók.

Anna Hrund Másdóttir lærði myndlist við Listaháskóla Íslands, Mountain School of Art og lauk MFA námi frá California Institute of the Arts vorið 2016. Anna hefur tekið virkan þátt í listalífinu hérlendis, tekið þátt í ýmsum verkefnum og sýnt víða, svo sem Listasafni Reykjavíkur, Gerðarsafni, Harbinger og Gallery Port. Auk þess að starfa sem myndlistarmaður er hún meðlimur í Kling & Bang.

Senn fer að líða að lokum einkasýningar Önnu Hrundar Másdóttur dáðir, draumar og efasemdir. Í tilefni síðustu sýningarhelgarinnar verður boðið til lokahófs laugardaginn 27. apríl kl.16:00 þar sem listamaðurinn verður viðstödd og tekur á móti gestum. Verið hjartanlega velkomin að gleðjast með okkur og fagna lokaspretti sýningarinnar!

„Líklega var fyrsta spurningin sem ég kom með inn í tóman sal Nýlistasafnsins í upphafi, hvernig gætu litir hagað sér í rýminu? Fljótandi, klesstir upp við vegg, fossandi niður glugga eða skríðandi upp með veggjum… Ég hafði keypt oblátu pappír í Allt í köku. Pappírinn er ætur, notaður í kökuskreytingar, stökkur viðkomu en mýkist og skreppur saman ef bleytt er upp í honum. Ég prófaði að bleyta í nokkrum bleikum og festa saman — þá myndaðist einhverskonar þekja eða massi af bleikum lit sem var samt svo léttur á sama tíma. Það var þá sem ég fór að hugsa um að búa til massa með lit, að formgera liti. Þungur appelsínugulur á móti léttum bleikum til dæmis. Bleikur sem hangir yfir þér, appelsínugul hlíð. Umlykjandi litir, yfirþyrmandi jafnvel. Litir sem hafa áhrif á rýmisskynjunina, stækka, minnka, kremja.“ — Anna Hrund, úr sýningardagbók.

Anna Hrund Másdóttir lærði myndlist við Listaháskóla Íslands, Mountain School of Art og lauk MFA námi frá California Institute of the Arts vorið 2016. Anna hefur tekið virkan þátt í listalífinu hérlendis, tekið þátt í ýmsum verkefnum og sýnt víða, svo sem Listasafni Reykjavíkur, Gerðarsafni, Harbinger og Gallery Port. Auk þess að starfa sem myndlistarmaður er hún meðlimur í Kling & Bang.