19.08.2023

17—19

Viðburðir

Opnun: Gottfariðillailla

Laugardaginn 19. ágúst kl. 17—19 býður Nýlistasafnið ykkur velkomin á opnun sýningarinnar Gottfariðillailla. Opnunargjörningur verður auglýstur þegar nær dregur. Verið öll hjartanlega velkomin! 

Sýningin leiðir saman verk listamannanna Anna Reutinger, Brákar Jónsdóttur, Hugo Llanes og Sigurðar Ámundasonar, sem hér sýna saman í fyrsta sinn. Gottfariðillailla sprettur upp úr þéttu samstarfi og tekur form sem einhvers konar samkomustaður, upphaf eða endastöð einbeitts en örlítið óreiðukennds samtals þar sem mismunandi raddir fléttast saman og hugmyndir mótast í leiðinni. Sýningin tekur sér (ó)þægilega stöðu inni í maga dýrsins mikla og dregur fram skáldaðar minningar, náttúru, menningu, útdauða, sefandi sjálfshyggju — og skál fyrir heimi án okkar! 

Laugardaginn 19. ágúst kl. 17—19 býður Nýlistasafnið ykkur velkomin á opnun sýningarinnar Gottfariðillailla. Opnunargjörningur verður auglýstur þegar nær dregur. Verið öll hjartanlega velkomin! 

Sýningin leiðir saman verk listamannanna Anna Reutinger, Brákar Jónsdóttur, Hugo Llanes og Sigurðar Ámundasonar, sem hér sýna saman í fyrsta sinn. Gottfariðillailla sprettur upp úr þéttu samstarfi og tekur form sem einhvers konar samkomustaður, upphaf eða endastöð einbeitts en örlítið óreiðukennds samtals þar sem mismunandi raddir fléttast saman og hugmyndir mótast í leiðinni. Sýningin tekur sér (ó)þægilega stöðu inni í maga dýrsins mikla og dregur fram skáldaðar minningar, náttúru, menningu, útdauða, sefandi sjálfshyggju — og skál fyrir heimi án okkar!