27.10.2023

17:00—18:00

Viðburðir

Antoine Dochniak: Window Bodies | Limbó

Verið velkomin á opnun örsýningu Antoine Dochniak, Window Bodies, í Limbó, tilraunarými Nýlistasafnsins föstudaginn 27. Október kl. 17:00. Undanfarna tvo mánuði hefur Antoine verið í vinnustofudvöl hér í Reykjavík á vegum Nýló, Artistes en Résidence, Franska sendiráðsins í Reykjavík og Alliance Francaise í Reykjavík. Hægt er að sjá og upplifa Window Bodies þessa helgi, eða til og með 31. október. 

Antoine Dochniak kom til Íslands með þá hugmynd að kanna landið eins og eldflugur Pasolini. Að kanna landið eins og þessir líkamar ljóss. Eftir að hann ferðaðist um Ísland í nokkra daga með þremur ljósmyndurum leitaði á hann spurning. Ljósmyndarinn fangar landslagið í myndavélinni sinni, en hvernig getur myndhöggvarinn, hvers iðkun er háð kyrrstöðu, endurheimt landslag ferðarinnar og byggt upp hreyfingu?

Að tína, muna og mynda athafnir farandskúlptúra spruttu fram sem lausn við flökkulífinu sem hann hefur nú verið að gera tilraunir með í tæpt ár. Fyrstu vikuna fann hann villuljós á vélhjóli sem hafði strandað í svörtum sandinum. Eftir að hafa gert við ljósið notaði hann það sem leiðbeiningar í rannsókn sinni á spurningunni um slys. Antoine hitti líka englablóm og undirtegund þeirra, risastór lónkelsi, ljóseitruð blómin. Með afskorið höfuð þjóna þau sem verkfæri og stuðningur við orð sem Antoine þróar í ljóðum sínum.

Þriðja kynni hans voru við risastóra hrafntinnu. Þessi gripur var til sýnis í tvo mánuði á vinnustofu Antoine og var reglulega ljósmyndaður af honum og öðrum ljósmyndara sem hann hitti í dvöl sinni hér.

Ljósmynd: Nina Allmoslechner

Verið velkomin á opnun örsýningu Antoine Dochniak, Window Bodies, í Limbó, tilraunarými Nýlistasafnsins föstudaginn 27. Október kl. 17:00. Undanfarna tvo mánuði hefur Antoine verið í vinnustofudvöl hér í Reykjavík á vegum Nýló, Artistes en Résidence, Franska sendiráðsins í Reykjavík og Alliance Francaise í Reykjavík. Hægt er að sjá og upplifa Window Bodies þessa helgi, eða til og með 31. október. 

Antoine Dochniak kom til Íslands með þá hugmynd að kanna landið eins og eldflugur Pasolini. Að kanna landið eins og þessir líkamar ljóss. Eftir að hann ferðaðist um Ísland í nokkra daga með þremur ljósmyndurum leitaði á hann spurning. Ljósmyndarinn fangar landslagið í myndavélinni sinni, en hvernig getur myndhöggvarinn, hvers iðkun er háð kyrrstöðu, endurheimt landslag ferðarinnar og byggt upp hreyfingu?

Að tína, muna og mynda athafnir farandskúlptúra spruttu fram sem lausn við flökkulífinu sem hann hefur nú verið að gera tilraunir með í tæpt ár. Fyrstu vikuna fann hann villuljós á vélhjóli sem hafði strandað í svörtum sandinum. Eftir að hafa gert við ljósið notaði hann það sem leiðbeiningar í rannsókn sinni á spurningunni um slys. Antoine hitti líka englablóm og undirtegund þeirra, risastór lónkelsi, ljóseitruð blómin. Með afskorið höfuð þjóna þau sem verkfæri og stuðningur við orð sem Antoine þróar í ljóðum sínum.

Þriðja kynni hans voru við risastóra hrafntinnu. Þessi gripur var til sýnis í tvo mánuði á vinnustofu Antoine og var reglulega ljósmyndaður af honum og öðrum ljósmyndara sem hann hitti í dvöl sinni hér.

Ljósmynd: Nina Allmoslechner