Tónlist og lestur á Töfrafjall

Leiðangurinn á Töfrafjallið býður til þriðju og síðustu kvöldvöku í Nýlistasafninu, Tónlist og lestur á Töfrafjalli, fimmtudaginn 21. september kl: 20.00.

Lesarar:
Brynja Cortes Andrésdóttir
Eiríkur Guðmundsson
Laufey Jensdóttir
Sturla Sigurðarson
Þórhallur Eyþórsson
&
Tónskáld:
J. S. Bach [1685- 1750]
M. de Falla [1876- 1946]
F. Schubert [1797- 1828]
G. Verdi [1813- 1901]
R. Wagner [1813- 1883]

Léttar veitingar verða í boði.

Leiðangurinn á Töfrafjallið (2013-2020)* er tilraun með tíma og rúm sem kannar skynjun, þekkingu og vitundarsvið, fyrr og nú. Við viljum líta út fyrir mörk okkar sjálfhverfu tilvistarskilyrða, og samtímis viðurkenna og horfast í augu við öfl sköpunar og eyðileggingar í fortíð og samtíð.

Við nálgumst þau með aðferðum myndlistar, bókmennta, samræðna, athafna. Við yfirgefum sviðið og erum þar samt, leitum og finnumst innan þess og utan. Við skynjum verkefnið í senn sem getnað og fæðingu margbrotins huga; verk einstaklinga renna saman og flæða í tímabundnu rými reynslunnar. Við gröfum upp eyðiland neytendans, sem sífellt neytir í skorti og endalausri þörf fyrir meira þar sem ekkert meira er að hafa.

Í tengslum við sýninguna í Nýlistasafninu hefur leiðangurinn þá staðið fyrir þremur kvöldvökum:

Fimmtudaginn 7. september kl. 20:00 – Listamaðurinn sem miðill.
Fimmtudaginn 14. september kl. 20:00 – Kortagerð og þýðingar.
Fimmtudaginn 21. september kl. 20:00 – Tónlist af Töfrafjalli.

*Leiðangursfélagar eru Ása Helga Hjörleifsdóttir, Birna Bjarnadóttir, Gauti Kristmannsson, Haraldur Jónsson, Karlotta Blöndal, Steingrímur Eyfjörð og Unnar Örn J. Auðarson.

Verkefnið er styrkt af Myndlistarsjóði, Hótel Holt, Seglagerðinni Ægi, Neskirkju, Háskóla Íslands, Eimskip, Epal, Slippfélaginu, Þýska sendiráðinu, Haugen gruppen ehf. og Ölgerðinni