Opnunartímar í Breiðholti í sumar

Í sumar verður sýningarsalur Nýlistasafnsins í Breiðholti opinn annan hvern miðvikudag frá 10 til 14 frá og með 24. maí.

Dagsetningarnar eru:

24. maí, 7. júní, 21. júní , 5. júlí, 19. júlí, 2. ágúst, 16. ágúst og 30. ágúst

Einnig verður opið eftir samkomulagi.

Gestir eru hvattir til að nýta tækifærið og sjá sýninguna YFIRLESTUR, en á henni er áhersla lögð á bókverk í eigu safnsins og jafnframt sérstök einkenni miðilsins. Sýningarstjóri er Heiðar Kári Rannversson.

Þó að Nýlistasafnið hafi flutt aðalsýningar-aðstöðu sína og skrifstofu í Marshallhúsið að Grandagarði og nemendagallerí LHÍ RÝMD hafi verið flutt í húsnæðið í Völvufelli, hýsir Völvufell enn safneignina og verkefnarými þar sem skólum og öðrum hópum er gefið tækifæri á að heimsækja safnið, auk þess sem þar eru veitt tækifæri til rannsókna.

Frekari upplýsingar um skólaheimsóknir og sýningarleiðsagnir, ýtið hér.

Fyrir nánari upplýsingar og fyrirspurnir um sérstakan opnunartíma, vinsamlegast hafið samband á archive@nylo.is.

Vinsamlegast athugið að gott er að senda sérstakar beiðnir með fyrirvara svo hægt sé að uppfylla þær. Við gerum okkar besta til að uppfylla allar beiðnir.

Nýlistasafnið í Breiðholti er að Völvufelli 13-21, 111 Reykjavík.