Reasons to Perform: Opinn Kassi

Opinn Kassi
Alla föstudaga frá 10. september til 10 desember.

Ákall til listamanna, fulltrúa Nýló, safnara og vina!

Nýlistasafnið í samstarfi við Maju Bekan og Gunndísi Ýr Finnbogadóttur í tengslum við sýningu þeirra Reasons to Perform: Always, Always, Always: Look for the Answer býður listamönnum, fulltrúum Nýló, söfnurum og vinum að opna kassa gjörningararkífsins, gefa í þá og bæta við efni og upplýsingum.

Fyrir sýninguna Reasons to Perform sem stendur yfir í Lifandi Safneign til 11. desember hafa listamennirnir Gunndís Ýr Finnbogadóttir og Maja Bekan samtvinnað eða unnið útfrá heimildum um gjörninga sem varðveittir eru í Nýlistasafninu. Verkin eru staðbundin (i.e. site specific) textaverk, skúlptúrar og gjörningar.

Sýningin á uppruna sinn í sífelldri rannsókn listamannana og athugun þeirra á tíma, aðlögun, höfundarétt og framleiðni.

Mínútur af mælingum, truflun, takti, hreyfingu verða kynntar inn í gjörningaarkíf Nýló og fluttar af starfsfólki og gestum á opnunatíma sýningarinnar.

Á meðan á sýningunni stendur tekur safnið á móti nýju efni í gjörningaarkífið, frumheimildir og frekari upplýsingar um þá gjörninga sem nú þegar eru varðveittir í safninu, auk þess sem tekið er á móti nýjum gjörningum. Þessi vinna mun eiga sér stað hvern föstudag á meðan á sýningunni stendur á milli klukkan 13:00 – 16:00, eða eftir samkomulagi við safneignarfulltrúa Becky Forsythe gegnum archive(at)nylo.is. Tillögur að og söfnun nýrra gjörninga og heimilda í arkífið verður skoðað í hverju tilfelli fyrir sig, tekið verður tillit til þess efnis sem nú þegar er varðveitt í arkífinu.

Gjörningararkífið á rætur sínar að rekja til ársins 2008, en þá hóf Nýlistasafnið skipulega að skrásetja heimildir um gjörninga og flokka efni tengt gjörningum listamanna. Áður fyrr hafði safnið safnað og varðveitt heimildir um 20 gjörninga frá árunum 1978 – 1981.

Smám saman hafa allskyns heimildir tengdar gjörningum verið bætt við arkífið. Söfnun þessa efnis á sér stað í samtali við listamanninn, með það markmið að rannsaka verk hans/hennar og feril. Einblínt er á staðreyndir sem styðja varðveislu og sérstöðu hvers einstaka gjörnings.

Nýlistasafnið hefur verið einn helsti vettvangur gjörningalistar hér á landi.Markmið arkífsins er að varðveita heimildir um gjörninga og gjörningatengd verk þar sem það.