Fræðsla / Skólahópar

Nýlistasafnið skipuleggur fjölbreytta dagskrá í tengslum við sýningar safnsins, svo sem sýningarspjall með listamönnum og sýningarstjórum, málþing og leiðsagnir fyrir stóra og smærri hópa.

Nýlistasafnið býður upp á leiðsagnir og safnfræðslu fyrir nemendur af öllum skólastigum um yfirstandandi sýningar skólum að kostnaðarlausu, alla virka daga frá kl. 11:00 – 16:00.

Hámarksfjöldi nemenda í hópi er einn bekkur (um 25 nemendur). Hver leiðsögn tekur um tæpa klukkustund.

Almennir hópar / Starfsmannaferðir

Nýlistasafnið býður upp á afar vinsælar og sérsniðnar leiðsagnir fyrir stóra og smærri hópa, þar á meðal fyrirtæki, vina – og starfsmannahópa og ferðamenn.

Leiðsögn á virkum dögum kostar 25.000 ISK

Fyrir helgarheimsóknir og utan opnunartíma safnsins er hægt að hafa samband með því að senda póst á nylo(at)nylo.is

Frekari upplýsingar

Hver leiðsögn tekur um klukkustund en semja má um styttri eða lengri heimsókn sé þess óskað.

Aðgengi fyrir hreyfihamlaða er mjög gott í Marshallhúsinu og safnið leggur sig fram um að koma til móts við einstaklinga og hópa fólks með sérþarfir.

Hægt er að bóka leiðsagnir fyrir almenna hópa með því að senda tölvupóst á netfangið nylo(at)nylo.is, eða hringja í síma 551-4350.

Panta leiðsögn

Hafðu samband

Panta leiðsögn um yfirstandandi sýningu

Upplýsingar

map