Opið fyrir umsóknir um starfsnám í Nýlistasafninu

Nýlistasafnið leitar eftir starfsnema fyrir tímabilið maí- september. Um er að ræða aðstoðamann sýninga/skrifstofu.
Nánari upplýsingar um verkefni á þessu tímabili má fá hjá framkvæmdarstjóra safnsins í tölvupósti: kolbrun(at)nylo.is

Æskilegt er að starfsnemar geti starfað við safnið í minnst þrjá mánuði og 25 klukkustundir á viku. Þriggja mánaða starfsnám gefur góða sýn á starfsemi safnsins, sýningagerð frá upphafi til enda og hversdagsleg viðfangsefni safnsins.

Starfsnám er ólaunað og hvetjum við áhugasama að leita styrkja til viðveru sinnar hjá safninu.

Sendið umsókn til nylo(at)nylo.is