Nýr formaður stjórnar

Þorgerður Ólafsdóttir var kjörin nýr formaður stjórnar á ársfundi Nýlistasafnsins 1. mars 2014. Þorgerður hefur undanfarin ár búið í Skotlandi þar sem hún lauk master í myndlist frá Glasgow School of Art vorið 2013.

Þorgerður útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2009 og hefur unnið að myndlist hér heima og erlendis síðan. Hún var annar stofnandi Crymo gallerís og hélt utan um sýningahald gallerísins framan af ásamt því að meðstýra bókinni Treystið okkur! Við erum myndlistarmenn, sem tók á grasrótarsenunni í Reykjavík eftir hrunið 2008.

 

Þorgerður var annar stjórnandi Sequences listahátíðar 2011 og hefur unnið að þróun hátíðarinnar síðan.
Hún heldur utan um sýningarverkefnið Staðir / Places á Vestfjörðum ásamt Evu Ísleifsdóttur.