MYNDLISTARBINGÓ NÝLÓ

Nýlistasafnið býður ykkur velkomin að taka þátt í MYNDLISTARBINGÓ NÝLÓ, laugardaginn 16. desember milli 16:00 – 18:00 í Marshallhúsinu.

Í verðlaun eru 25 verk frábærra listamanna!

Bingóið verður bara haldið þennan eina dag og hefst á slaginu 16:00, húsið opnar kl. 15:30.

Hægt er að tryggja sér bingóspjöld fyrir viðburðinn í tæka tíð með því að senda línu á nylo(at)nylo.is eða kaupa á staðnum.

Bónusvinningar eru í boði fyrir þá sem kaupa tvö spjöld eða fleiri.

Alls verða spilaðar 5 umferðir. Hver umferð tekur um 20 mínútur og hvert spjald gildir í allar umferðir. VERÐ FYRIR BINGÓSPJÖLD

1 BINGÓSPJALD – 3.900 KR
2 BINGÓSPJÖLD – 7.500 KR
3 BINGÓSPJÖLD – 10.000 KR

Listamennirnir sem hafa gefið verk í bingóið eru:
Anna Líndal
Arnar Ásgeirsson
Ásta Ólafsdóttir
Auður Lóa Guðnadóttir
Bára Bjarnadóttir
Bjarki Bragason
Claudia Hausfeld
Eva Ísleifsdóttir
Hildigunnur Birgisdóttir
Hrafnhildur Helgadóttir
Hreinn Friðfinnsson
Ívar Glói Gunnarsson
Jeannette Castioni
Kristín Dóra Ólafsdóttir
Kristín Rúnarsdóttir
Kristján Steingrímur
Libia Castro & Ólafur Ólafsson
Logi Leó Gunnarsson
Páll Haukur Björnsson
Ragna Róbertsdóttir
Rakel McMahon
Rebecca Erin Moran
Sigurður Atli Sigurðsson
Sigurður Ámundason
Steinunn Eldflaug Harðardóttir
Una Margrét Árnadóttir
Þorgerður Ólafsdóttir
Þóranna Björnsdóttir

Hafðu samband

Panta leiðsögn um yfirstandandi sýningu

Upplýsingar

map