Safnadagurinn 2017: Tilraun til að skilgreina verk Ólafs Lárussonar innan samhengis listasafna

Er þetta ljósmynd?
Er þetta gjörningur?

Tilraun til að skilgreina verk Ólafs Lárussonar innan samhengis listasafna

Verið hjartanlega velkomin á opna hádegisleiðsögn á Alþjóðlega safnadaginn í Nýlistasafninu, fimmtudaginn 18. maí kl.12:00!

Safnið verður opið eins og vanalega til kl. 21:00 á fimmtudögum.

Becky Forsythe, safneignarfulltrúi Nýlistasafnsins og annar sýningastjóri Rolling Line, tekur á móti gestum og leiðir samtal um sýningu og verk listamannsins Ólafs Lárussonar. Á leiðsögninni mun Becky fjalla um eðli og náttúru verka Ólafs, vinnuferli og hvernig hann nýtti ólíka miðla við gerð verka sinna og hvernig stofnun eins og listasafn, tæklar þá áskorun að flokka listaverk Ólafs.

Gestir munu einnig fá innsýn inn í framlag Ólafs til íslenskrar myndlistarsenu. Ljósmyndaverk og gjörningar úr heimildarsafni listamannsins verða sérstaklega tekin fyrir þar sem það efni hefur varpað fram skýrari mynd á umfang, eðli og miðlanotkun Ólafs.

Leiðsögnin er ókeypis, opin öllum og fer fram á ensku. Við hlökkum til að sjá ykkur í Nýlistasafninu, Marshallhúsinu að Grandagarði 20, 101 Reykjavík kl. 12:00!

“Ólafur Lárusson initially used photography as a recording device, a way of documenting his performance art – although on occasion photography was a more integral element of these performances or environments. His later involvement with photography has, however, effectively subverted this use of the medium.

Now, the photograph functions not as witness, but as the very space within – or upon – which the performance takes place”. (Jan-Erik Lundström, Evrópsk Ljósmyndun, 1988)

Hafðu samband

Panta leiðsögn um yfirstandandi sýningu

Upplýsingar

map