Jólabúðingur á vetrarsólstöðum

Fimmtudaginn 21. desember, á vetrarsólstöðum, verður lifandi dagskrá í safninu milli kl. 17:00 – 21:00.

Dagskráin hefst klukkan 17:00 með Matarlausa matarmarkaðinum & Radio Sandwich.

Klukkan 20:00 munu Bergþóra Snæbjörnsdóttir, Fríða Ísberg, Hallgrímur Helgason, Jón Örn Loðmfjörð, Kristín Ómarsdóttir og Kött Grá Pjé, lesa úr nýútkomnum ljóðabókum sínum.

Matarlausi Matarmarkaðurinn er sölubás sem selur einungis óæt myndlistarverk sem fjalla um mat. Básinn verður aðeins opinn þetta eina kvöld frá kl. 17-21.

Í básnum verða verk eftir Ívar Glóa Gunnarsson, Geirþrúði Einarsdóttur og Gylfa Freeland Sigurðsson, Báru Bjarnardóttur og Kristínu Helgu Ríkharðsdóttur. Kaupendum býðst sérstök innpökkunarþjónusta að hætti Matarlausa Matarmarkaðsins. Þetta er því einstakt tækifæri til þess að ljúka við jólainnkaupin!

Hlustunarpartí RADIO SANDWICH, kl.17-20. Radio Sandwich er nýr miðill sem er sérgerður fyrir tónverk myndlistarmanna. Í þessari útsendingu sem ber nafnið “RADIO SANDWICH: EP 1” verða frumflutt fimm ný tónverk eftir þá myndlistarmenn sem taka þátt í Matarlausa Matarmarkaðnum. Þau koma fram undir nöfnunum 900 stig, Mr. Glowie, Queen B og Bossy.

Skipuleggjendur Matarlausa Matarmarkaðsins & Radio Sandwich eru Kristín Helga Ríkharðsdóttir og Bára Bjarnadóttir.

Klukkan 20:00 hefst ljóðaupplestur þar sem sex rithöfundar og skáld stíga á svið sem öll hafa gefið út ljóðabækur á árinu.
Bergþóra Snæbjörnsdóttir – Flórída
Fríða Ísberg – Slitförin
Hallgrímur Helgason – Fiskur af himni
Jón Örn Loðmfjörð – Sprungur
Kristín Ómarsdóttir – Kóngulær í sýningargluggum
Kött Grá Pjé – Hin svarta útsending

Dagskráin fer fram milli 17-21 og það er ókeypis inn.

Ef þú hyggist kaupa óæt myndlistarverk eða ljóðabækur mælum við með að koma með reiðufé.

Hafðu samband

Panta leiðsögn um yfirstandandi sýningu

Upplýsingar

map