Eygló Harðardóttir tilnefnd til íslensku myndlistarverðlaunanna fyrir sýninguna Annað Rými í Nýlistasafninu

Eygló Harðardóttir er tilnefnd til íslensku myndlistarverðlaunanna fyrir sýninguna „Annað Rými“ sem haldin var í Nýlistasafninu í september og október á síðasta ári.

Í umsögn segir meðal annars: „Með verkum sem í senn voru fínleg og stórkarlaleg, unnin í viðkvæman efnivið, opnaði listakonan fyrir gáttir sem áhorfandinn gat smeygt sér inn fyrir og aukið skynjun sína og næmi á kostnað hinnar vanabundnu rökhyggju.“

Við óskum Eygló Harðardóttur innilega til hamingju með tilnefninguna! Við erum stolt af okkar gjöfula og lærdómsríka samstarfi með Eygló að sýningunni Annað Rými.

map