Sýningarbæklingur / Poster

Nýlistasafnið bíður ykkur á opnun sýningarinnar The Primal Shelter if the Site for Primal Fears Sýningarstjórar: Patrik Aarnivaara (SE) and Maija Rudovska (LV)

Sýningin The Primal Shelter if the Site for Primal Fears ávarpar ótta og hrylling í tengslum við rými og arkitektúr. Sérstaklega hús og arkitektúr almennt, sem mögulegt svið skelfingar, stað fyrir ímyndunaraflið, gjörðir, orsök sálfræðilegra kveikja, sem skjól eða framtíðar rústir, öruggan stað en ótryggan á sama tíma, sem getur hugsanlega breyst í fangelsi, búr og leitt okkur í frjálst fall.

Innblásin af Eugene Thacker, JG Ballard og öðrum rithöfundum sem gefa okkur leiðir til að hugsa / leita / ímynda okkur aðskilnað milli okkar og heimsins, það sem er aldrei alveg innann seilingar, „heimurinn-í-sjálfum-sér“ og „heimurinn-án -okkar „.

Leikið er með hugmyndina um arkitektúr sem heild í sjálfu sér, í samtíma rými eða framtíðar landslagi sem sé óbyggilegt fyrir, eða skorti manneskjur, líkt og ef arkitektúrinn hafi heltekið íbúana eða lifað lengur en íbúar hans.


Sýningin þróaðist út frá sameiginlegum áhuga á hryllingsmyndum sem tegund listforms þar sem ákveðin fagurfræði og ótti eru oft byggð upp með arkitektúr. Rannsókn og samstarf sýningarstjóranna hófst í HIAP residensíunni í Helsinki fyrir nokkrum árum, undir nafninu Scenography of Horror.

Efninu sem þar var safnað og þær ályktanir sem settar voru fram eru grunnurinn að þessari sýningu, The Primal Shelter is the Site for Primal Fears, sem nú opnar í Nýlistasafninu.

Listamenn:
Darren Banks (UK), O.B. De Alessi (IT/FR), Shirin Sabahi (IR/DE), Alexandra Zuckerman (IL), Johan Österholm (SE), Christian Andersson (SE), Elin Hansdottir (IS), Yuki Higashino (JP/AT) and Barbara Sirieix (FR).


Á opnuninni verður kynning og útgáfa á ljósmyndaseríunni Poundbury eftir Yuko Higashino.
Sýningin inniheldur einnig textabrot úr bókinni 24 ter rue de la pierre feuillère eftir Barböru Sirieix.

Ljósmynd: Yuki Higashino, An Alley, Poundbury, England, April 2014

Opnun sýningarinnar er laugardaginn 26. nóvember í Völvufelli 13 – 21, Reykjavík. Sýningin stendur til 22. desember 2016.

The Primal Shelter if the Site for Primal Fears er styrkt af Myndlistarsjóð, Iaspis, The Nordic-Baltic Mobility Programme for Culture, Berlin Senate Chancellery – Cultural Affairs, The Latvian State Culture Capital Foundation and Federal Chancellery of Austria.