Nýlistasafnið býður ykkur á opnun sýningarinnar Reasons to Perform: Always, Always, Always: Look for the Answer, 2016. með nýjum verkum eftir Maja Bekan og Gunndísi Ýr Finnbogadóttur.

Opnun sýningarinnar er laugardaginn 10. september kl. 15:00 í Völvufelli 13 – 21, Reykjavík.
Reasons to Perform mun standa yfir til 10. desember 2016.

Kæri lesandi

Vinsamlegast farðu mjög varlega með innihald kassans, vinsamlegast haltu ávallt uppröðun á innihaldinu í sama horfi.

Ef þú finnur VHS spólu þá biðjum við þig um að reyna alls ekki að spila hana í neinu tæki. Í staðin gætir þú skoðað hana; leitað að handskrifuðum texta, er hún í hulstri, límmiðar, með því að kíkja í gegnum „gluggana“ getur þú reynt að áætla hversu margar mínútur hafa verið spilaðar.

Ef þú finnur eitthvað ætt vinsamlegast borðaðu það;

finnur þú enn bragðið í munninum?


Fyrir sýninguna í safneignarrými Nýlistasafnsins, Lifandi Safneign, hafa listamennirnir Gunndís Ýr Finnbogadóttir og Maja Bekan samtvinnað eða unnið útfrá heimildum um gjörninga í gjörningaarkífi Nýlistasafnsins. Verkin eru staðbundin (i.e. site specific) textaverk, skúlptúrar og gjörningar.

Í gegnum verkin spyrja myndlistarmennirnir sig um eðli arkífsins (sem og fleiri arkífa), skoða möguleika heimilda um listaverk sem efniviðs sem áframhaldandi rannsókn og viðbragð listamannanna við hugmyndum um tíma, viðveru listamanna í verkum og á sýningum, um endurvinnslu hugmynda, höfundarrétt og framleiðni í myndlist. Samvinnan hefur þróast í nokkur ár og hófst með verkefninu Hotel New York í Rotterdam árið 2006. Samvinna Gunndísar og Maju byggist aðallega á því að eyða tíma saman, venjulega án þess að deila sama rými. Með því að vinna náið saman á þennan hátt skoða listamennirnir og spyrja spurninga um hvernig samvinna getur þróast, og/sem er oft þvinguð í tíma og rými.

Verk þeirra eiga það til að vera mjög persónuleg og skapa einhvers konar hugarflug sem oft fer fram í gegnum tölvupóst, löng Skype samtöl, verkefni fyrir hvor aðra að leysa, (ímyndaðar) sameiginlegar kaffipásur ofl. Oft eru verk þeirra svar /viðbragð við (sýningar)boði og skoða hugmyndir um (skort á) tíma og eignarhaldi ((mis)notkun á frí- og persónulegum) tíma.


Fyrri verkefni Gunndísar og Maju eru meðal annarra verkið What if… sem gert var fyrirsýninguna Winterstudio/Hansplassen í Kunstmuseet Kube í Noregi, framlagið What if we started making less and reusing more? til útgáfunnar Archive on The Run, sem gefin var út af Nýlistasafninu, viðburðurinn Choose Happiness, Humor, Enthusiasm, Gratitude, Kindness, and a Positive Outlook í Van Abbemuseum og gjörningurinn Finding Your Own North Star: How to Claim the Life You Were Meant to Live í Hommes galleríinu, Rotterdam.

Á síðasta ári hafa þær saman:

Lesið 943 blaðsíður hvor, sömu blaðsíðurnar báðar.

Talað um 18 sýningar og listamennina sem gerðu þær.

Blaðað í gegnum 21 bók og nokkur glanstímarit.

Sent 77 ljósmyndir til hvor annarar.

Horft á 10 myndbönd.

Borðað 13 súkkulaðistykki, hvor.

Farið í eina ferð saman og tvær bátsferðir.

Hafa drukkið tvo sterka drykki, hvor (til að skála) og eytt mörgum klukkustundum á netinu.

Sýningin er styrkt af Myndlistarsjóði og Stroom, Den Haag.