Fjáröflun fyrir Nýlistasafnið
Listaverkabasar og viðburðir fyrir alla fjölskylduna

1.–22. desember 2019 í Nýlistasafninu

Opnar 1. desember kl. 12

Verið hjartanlega velkomin á Ljósabasar Nýlistasafnsins sem opnar sunnudaginn 1. desember kl. 12:00. Opið verður til 18:00.

Í desember taka fulltrúar Nýlistasafnsins höndum saman og efna til veglegs listaverkabasars í Nýlistasafninu þar sem listaverk yfir 50 listamanna verða til sölu. Verkin eru jafn fjölbreytileg og þau eru mörg en eiga það öll sameiginlegt að tengjast ljósi á skapandi hátt: Verk um ljós, verk sem lýsa, ljósainnsetningar, neonljós, kertaljós, ljósmyndir, huglæg ljós og áfram má endalaust telja. Markmiðið er að lýsa upp skammdegið. Ljósabasar Nýló er einstakt tækifæri til að gefa list í jólagjöf og fjárfesta í samtímalist á hagstæðu verði.

Basarinn fer fram í húsakynnum Nýlistasafnsins í Marshallhúsinu dagana 1.–22 desember. Fjölbreyttir viðburðir fyrir fólk á öllum aldri verða haldnir á meðan á basarnum stendur en dagskrána er að finna hér til hliðar.


Opnunartímar Ljósabasars Nýlistasafnsins

Þri–sun 12-18
Fim 12-21
Lokað á mánudögum

Verðlisti Ljósabasars

Smellið hér

Ljósabasar Nýló er fjáröflunarviðburður til stuðnings Nýlistasafnsins. Nýlistasafnið, eða Nýló eins og safnið er nefnt í daglegu tali, er listamannarekið safn og sýningarrými. Markmið Nýló er að varðveita og sýna samtímalist og vera vettvangur fyrir tilraunir og alþjóðlega umræðu um myndlist. Nýló hefur verið einn helsti vettvangur fyrir samtímalist á Íslandi og á einstakt safn verka eftir íslenska og alþjóðlega listamenn frá sjötta áratugnum til dagsins í dag.

Við hlökkum til að sjá ykkur. Áfram Nýló, tilraunagleðin og listin!


Dagskrá Ljósabasars Nýlistasafnsins

Sunnudaginn 1. desember 2019 kl. 12
Basar opnar. Jólaglögg og hátíðarstemning

Fimmtudaginn 5. desember 2019 kl. 18
Vinir Nýló. Arna Óttarsdóttir leggur lokahönd á vinaverk ársins 2020.
Vínyl-hlustunarpartý. Komdu með uppáhalds jólaplöturnar þínar.

Sunnudaginn 8. desember kl. 14-16
Gæðastund með börnunum. Jólaföndur og skuggaleikir. Skráning á nylo(at)nylo.is

Sunnudaginn 22. desember kl. 12-18
Lokadagur Ljósabasars