Sýningastjórar Eva Ísleifsdóttir & Þorgerður Ólafsdóttir

Verkin á sýningunni Embracing Impermanence eiga inntak og ásjónu sína að sækja í hverfulleikann og eru valin útfrá innri og ytri festum í starfsemi safnsins, safneigninni annars vegar og sýningarvettvanginum hins vegar. Á sýningunni eru verk úr safneign auk þess sem sýningastjórar hafa boðið völdum listamönnum að sýna ný verk sem innlegg og svörun við sýningarheildina.


Sýningunni er ætlað að veita innsýn í innviði safnsins og framtíð þess með því að setja fram nýja kynslóð listamanna sem endurspegla tilbrigði við hugmyndina um tímann, hver á sinn hátt. Verk þeirra undirstrika þannig róf hverfulleikans í bland við verk úr safneigninni þar sem listamenn voru á öðrum tíma að vinna tilbrigði við sama stef. Titill Embracing Impermanence og innblástur er sóttur í útgáfu sem er fagnað á opnunardag sýningarinnar. Útgáfan ber titilinn Archive on the run og er niðurstaða innra starfs Nýló undanfarin ár sem hluti af verkefninu Uppspretta.


Listamenn sem eiga verk á sýningunni núna fyrst um sinn eru Ásta Ólafsdóttir, Geoffrey Hendricks, Gunndís Ýr Finnbogadóttir & Maja Bekan, Halldór Ásgeirsson, Haraldur Jónsson, Ívar Valgarðsson, Joseph Beuys, Kristján Guðmundsson, Níels Hafstein, Ólafur Lárusson, Rúna Þorkelsdóttir, Rúrí, Sigurður Guðmundsson, Sindri Leifsson, Unndór Egill Jónsson og Una Margrét Árnadóttir.

Listamenn sem tóku þátt í viðburðadagskrá sýningarinnar eru Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Karlotta Blöndal, Þóroddur Bjarnason og Örn Alexander Ámundason.